Thomas Ari Arnarsson hefur fengið félagaskipti í FH frá Val. Thomas Ari er sautján ára og kom hann við sögu í fjórum leikjum með Val í Lengjubikarnum í fyrra.
Thomas hefur æft með FH að undanförnu en hefur ekki skrifað undir samning. Eftir að hafa fengið félagaskipti getur hann leikið með FH í Lengjubikarnum.
Thomas er mikið efni og á að baki 11 leiki fyrir unglingalandsliðin og skorað í þeim 8 mörk. Síðast lék með U17 landsliðinu í undankeppni EM í október og skoraði 4 mörk í stórsigri á Armeníu.
Thomas hefur æft með FH að undanförnu en hefur ekki skrifað undir samning. Eftir að hafa fengið félagaskipti getur hann leikið með FH í Lengjubikarnum.
Thomas er mikið efni og á að baki 11 leiki fyrir unglingalandsliðin og skorað í þeim 8 mörk. Síðast lék með U17 landsliðinu í undankeppni EM í október og skoraði 4 mörk í stórsigri á Armeníu.
Thomas er mikill markaskorari, skoraði t.a.m. 33 mörk með 4. flokki sumarið 2021. Tímabilið 2022 skoraði hann 18 mörk í 17 leikjum með 2. flokki og í fyrra skoraði hann 5 mörk í 13 leikjum.
Hann er mikill íþróttamaður og hefur hann unnið til margra verðlauna í frjálsum íþróttum.
Yngri bróðir Thomasar, Alexander Ingi, hefur sömuleiðis fengið félagaskipti í FH frá Val. Alexander var í æfingahópi U15 landsliðsins í fyrra. Hann er fæddur árið 2008.
Athugasemdir