Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. mars 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane: Dóttir mín er sterkari en Lallana
Adam Lallana með Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.
Adam Lallana með Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, kemur sér ávallt í fréttirnar þegar hann starfar sem sérfræðingur í kringum leiki í ensku úrvalsdeildinni hjá Sky Sports.

Keane er af gamla skólanum og er hann harður í horn að taka.

Keane skaut á Adam Lallana, leikmann Liverpool, í útsendingu Sky í kringum leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að dóttir sín sé sterkari en Lallana.

Lallana átti ekki sérstakan leik þegar Liverpool tapaði 2-0 gegn Chelsea í FA-bikarnum í síðustu viku. Á meðan átti hinn 18 ára gamli Billy Gilmour mjög góðan leik í liði Chelsea. Gilmour átti aftur góðan leik í dag, en fyrir leikinn var Keane beðinn um að gefa stráknum efnilega ráð.

„Hafðu það einfalt, gerðu hlutina einfalda," sagði Keane og hrósaði Gilmour fyrir þroska inn á vellinum.

„Þetta verður stórt próf fyrir hann í dag og mögulega stærra próf en gegn Liverpool. Ég held að Lallana hafi verið á miðjunni hjá Liverpool um daginn og dóttir mín er sterkari en hann," sagði Keane.

Lallana, sem er 31 árs, verður samningslaus í sumar og hefur hann verið orðaður við Leicester.
Athugasemdir
banner
banner