Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 08. maí 2015 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 1. sæti
KA er spáð 1. sætinu í sumar.
KA er spáð 1. sætinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ævar Ingi er lykilmaður hjá KA.
Ævar Ingi er lykilmaður hjá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Juraj Grizelj kom til KA frá Grindavík.
Juraj Grizelj kom til KA frá Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. KA 241 stig
2. Víkingur Ó. 197 stig
3. Grindavík 186 stig
4. HK 161 stig
5. Þróttur 157 stig
6. Þór 151 stig
7. Fram 138 stig
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

1. KA
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 1. deild

KA olli vonbrigðum annað árið í röð í 1. deildinni í fyrra þar sem 8. sætið varð niðurstaðan. KA hefur styrkt sig gífurlega í vetur og allt annað en sæti í Pepsi-deildinni að ári yrðu vonbrigði. Allir þjálfarar og fyrirliðar í deildinni fyrir utan einn spáðu KA toppsætinu enda er félagið að vinna með #Pepsi16 á Twitter!

Þjálfarinn: Bjarni Jóhannsson er reynslubolti sem hefur séð nánast allt í boltanum. Bjarni varð á sínum tíma Íslands og bikarmeistari með ÍBV sem og bikarmeistari með Fylki. Hann þjálfaði síðan Grindavík, Breiðablik og kom Stjörnunni í fremstu röð áður en hann tók við KA haustið 2012.

Styrkleikar: KA skoraði 42 mörk í fyrra og sóknarlínan er ekki síðri í ár þannig að mörkin ættu ekki að verða vandamál á Akureyri. Leikmannahópurinn er einfaldlega sá sterkasti í deildinni á pappírnum og erfitt er að finna veika hlekki. KA fór alla leið í úrslit Lengjubikarsins og mæta fullir sjálfstrausts til leiks í sumar en á Akureyri taka menn ekki annað í mál en að fara upp í Pepsi-deildina í sumar.

Veikleikar: Pressan er gífurleg á KA liðinu að fara upp í Pepsi-deildina og það gæti unnið á móti liðinu, sérstaklega ef að byrjunin í deildinni verður ekki góð. Varnarlínan er ekki sú hraðasta í deildinni og gæti lent í vandræðum gegn fljótum framherjum andstæðinganna. Fannar Hafsteinsson, markvörður, er ungur og efnilegur en hann hefur aldrei spilað heilt tímabil í meistaraflokki.

Lykilmenn: Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Ævar Ingi Jóhannesson.

Gaman að fylgjast með: Fannar Hafsteinsson. Ungur og efnilegur markvörður sem missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Fær traustið og verður í markinu í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Archange Nkumu frá Englandi
Ben Everson frá Englandi
Elfar Árni Aðalsteinsson frá Breiðabliki
Halldór Hermann Jónsson frá Val
Hilmar Trausti Arnarsson frá Haukum
Juraj Grizelj frá Grindavík
Callum Williamson

Farnir:
Arsenij Buinickij í ÍA
Edin Beslija
Gunnar Örvar Stefánsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson í Víking Reykjavík
Jón Heiðar Magnússon í Magna
Karstern Vien Smith
Kristján Freyr Óðinsson til Noregs
Stefán Þór Pálsson í Víking R. (Var á láni)
Viktor Örn Guðmundsson í Fylki (Var á láni)

Fyrstu leikir KA:
9. maí KA - Fram
16. maí Fjarðabyggð - KA
23. maí KA - Haukar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner