Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. júní 2021 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn meiri efasemdir eftir leikinn við Ísland
Paulo Sousa, þjálfari Póllands.
Paulo Sousa, þjálfari Póllands.
Mynd: EPA
Það er augljóst þegar litið er yfir pólska fjölmiðla í kvöld að þar er fólk áhyggjufullt.

Generalprufa pólska landsliðsins fyrir Evrópumótið var gegn Íslandi í dag. Leikurinn var ekki góður fyrir pólska landsliðið, þeir áttu í vandræðum með íslenska liðið og voru lokatölur 2-2. Pólland jafnaði seint í leiknum, en Ísland komst tvisvar yfir.

Dawid Szymczak skrifar pistil á Sport.pl og lýsir þar yfir áhyggjum hversu auðveldlega Pólverjar eru að leka mörkum. „Íslendingarnir skoruðu fyrra mark sitt eftir að pólsku varnarmennirnir tóku sér blund í hornspyrnu, það seinna eftir mistök Grzegorz Krychowiak."

Það er gagnrýni á það að portúgalskur þjálfari pólska landsliðsins, Paulo Sousa, sé að hræra of mikið í liðinu og hann sé ekki búinn að finna liðið sitt þegar stutt er í mót.

Liðsvalið í dag kom á óvart og það eru meiðsli að stríða leikmannahópnum.

„Sex dögum fyrir fyrsta leik gegn Slóvakíu, þá vitum við ekkert um pólska liðið. Eftir leikinn gegn Íslandi eru enn meiri efasemdir," skrifar Szymczak.

Það jákvæða sem Pólverjar geta tekið úr leiknum er að Robert Lewandowski, þeirra langbesti leikmaður, meiddist ekki. Hann skoraði hins vegar ekki, Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson, voru með hann í flottri gæslu.
Athugasemdir
banner
banner