Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 08. júní 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
G. Andri ónotaður varamaður - „Þurftum að setja Orra inn á"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri Tryggvason hefur ekki spilað mikið með Val í upphafi tímabilsins í Pepsi Max-deildinn.

Valur keypti Guðmund Andra frá Start í Noregi rétt eftir að tímabilið hófst. Kaupverðið er talið vera á bilinu 10-11 milljónir íslenskra króna.

Guðmundur Andri var mikið meiddur áður en hann kom í Val og spilaði lítið sem ekkert með Start.

Hann var ónotaður varamaður í gær þegar Valur gerði 1-1 jafntefli við Víking. Hann hefur komið við sögu í þremur leikjum í sumar, en í öllum þeirra hefur hann komið inn á sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks.

Það vakti athygli að hann skyldi ekkert koma við sögu í gær. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var varkár í skiptingum sínum þar sem Valur var 1-0 yfir í leiknum og treysti á varnarsinnaðari menn.

Í viðtali eftir jafnteflið í gær sagði Heimir: „Við þurftum að setja Orra inn á. Þeir hentu Sölva í sóknina, það er alvöru maður. Við þurftum að fá Orra í vörnina. Þeir voru að taka boltann og slá honum upp, og við þurftum að reyna að verjast því."

„Auðvitað þarf maður að skoða þetta betur, en við gerðum ekki jafntefli af því að við áttum að gera meiri sóknarþenkjandi skiptingar. Við fengum mark á okkur í lokin því við náðum ekki að stöðva fyrirgjafir þeirra."

Það eru fleiri leikir á næstunni og er Valur meðal annars að fara að hefja leik í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fær Guðmundur Andri væntanlega fleiri leiki.
Heimir Guðjóns: Þýðir lítið fyrir okkur að vera tala um það
Athugasemdir
banner
banner
banner