Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 08. júní 2024 23:13
Brynjar Ingi Erluson
De Jong tæpur fyrir leikinn gegn Íslandi - „Tékka alltaf á ökklanum þegar ég fer á klósettið“
Frenkie De Jong
Frenkie De Jong
Mynd: EPA
Óvíst er með þátttöku Frenkie De Jong í vináttulandsleik Íslands og Hollands í Rotterdam á mánudag.

De Jong hefur verið að glíma við ökklameiðsli en unnið er að því að koma honum í stand fyrir Evrópumótið.

Það er því afar ólíklegt að hann verði klár fyrir leikinn gegn Íslandi, en það verður síðasta próf Hollendinga fyrir Evrópumótið.

„Ég vil ekki lofa neinu því ég veit ekki hvernig ökklinn mun bregðast við,“ sagði De Jong er hann var spurður hvort hann yrði klár fyrir mótið.

„Þetta kemst svolítið í hausinn á þér. Ég skoða alltaf ökklann þegar ég fer á klósettið á kvöldin og er tilfinningin svolítið þannig að alltaf þegar ég er að glíma við meiðsli þá er ég að glíma við þau allan daginn,“ sagði De Jong á SBS.

De Jong er þó vongóður um að geta spilað fyrsta leikinn í mótinu sem verður gegn Póllandi eftir átta daga.
Athugasemdir
banner
banner