Fabian Hürzeler verður að öllum líkindum næsti stjóri Brighton á Englandi en þetta segir þýski blaðamaðurinn Florian Plettenberg á X.
Fabrizio Romano sagði frá því í kvöld að Brighton væri búið að setja sig í samband við St. Pauli varðandi Hürzeler.
Þar kom fram að þjálfarinn væri spenntur fyrir því að taka við Brighton eftir að hafa átt jákvæð samtöl við félagið.
Plettenberg greinir nú frá því að Hürzeler hafi komist að samkomulagi við Brighton um lengd samningsins og um kaup og kjör.
Brighton er enn í viðræðum við St. Pauli um kaupfé en þýska félagið ætlar sér ekki að hindra þetta stóra tækifæri Hürzeler sem verður yngsti fastráðni þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann tekur við Brighton en hann er aðeins 31 árs gamall.
????BREAKING | Total verbal agreement between Brighton and Fabian Hürzeler!
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 8, 2024
The 31 y/o is set to become the new head coach of @OfficialBHAFC to replace Roberto De Zerbi. Hürzeler wants to take over as their new manager!
Brighton and St. Pauli in direct contact now. Negotiations… pic.twitter.com/ZqWDJq9ppi
Athugasemdir