De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 08. júlí 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Svona verða undanúrslitin á EM og Copa America
Það er komið að undanúrslitastund á stórmótum sumarsins; EM í Þýskalandi og Copa America í Bandaríkjunum.

Undanúrslitin í báðum þessum keppnum verða spiluð annað kvöld og miðvikudagskvöld. Úrslitaleikirnir verða svo á sunnudaginn.

Leikirnir á EM eru auðvitað sýndir beint á RÚV en Copa America er því miður ekki í íslensku sjónvarpi.

Evrópumótið - Undanúrslit:

þriðjudagur 9. júlí
19:00 Spánn - Frakkland (Allianz Arena í München)

miðvikudagur 10. júlí
19:00 Holland - England (Signal Iduna Park í Dortmund)



Copa America - Undanúrslit:

þriðjudagur 9. júlí (aðfaranótt miðvikudags)
00:00 Argentína - Kanada

miðvikudagur 10. júlí (aðfaranótt fimmtudags)
00:00 Úrúgvæ - Kólumbía
Athugasemdir
banner