Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mán 07. júlí 2025 13:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Steini: Ég er með samning áfram
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Þorsteinn er að stýra Íslandi á sínu öðru Evrópumóti.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er erfitt, þungt. Það var þungt þegar við komum upp á hótel, í morgun og allt svoleiðis. Það tekur tíma að jafna sig og við þurfum að gefa leikmönnum og fólki í kringum andrými til að taka þetta inn," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland er úr leik á EM eftir 0-2 tap gegn heimakonum í Sviss í gær. Liðið náði ekki markmiðum sínum og er með núll stig eftir tvo leiki.

„Það var margt jákvætt í þessum leik í en fótbolti snýst um að skora mörk."

Hvernig var að fara inn í klefa eftir leik og tala við stelpurnar?

„Þetta er erfitt. Þegar þú setur þér háleit markmið þá getur brugðið til beggja vona. Auðvitað er það þungt að vera í þeirri stöðu að ná ekki markmiðum þínum. Það er alltaf erfitt, en lífið heldur áfram. Við eigum einn leik eftir í mótinu og við þurfum að gjöra svo vel að koma okkur í standa fyrir hann."

Þorsteinn segir enga stóra eftirsjá í þessum tveimur leikjum sem búnir eru, en það séu hlutir sem hann skoði hjá sjálfum sér sem hann hefði getað gert betur.

Annað hef ég ekkert hugsað um
Núna er leikur við Noreg eftir nokkra daga og svo tekur ný undankeppni fyrir HM við. Er Þorsteinn farinn að leiða hugann að framtíðinni?

„Nei, ekki neitt. Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."

Það hefur myndast umræða um framtíð Steina með liðið. Hann er samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.

„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner