Fluminense og Chelsea mætast í fyrri undanúrslitaleiknum á HM félagsliða í kvöld.
Brasilíska liðið Fluminense er eina liðið fyrir utan Evrópu sem er komið í undanúrslit þar sem PSG og Real Madrid mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fluminense gerði jafntefli gegn Dortmund í riðlakeppninni og sló Inter úr leik í 16-liða úrslitunum.
Fluminense er þriðja brasilíska liðið sem Chelsea mætir í keppninni. Liðið tapaði gegn Flamengo í riðlakeppninni en vann Palmeiras í 8-liða úrslitunum.
Brasilíska liðið Fluminense er eina liðið fyrir utan Evrópu sem er komið í undanúrslit þar sem PSG og Real Madrid mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fluminense gerði jafntefli gegn Dortmund í riðlakeppninni og sló Inter úr leik í 16-liða úrslitunum.
Fluminense er þriðja brasilíska liðið sem Chelsea mætir í keppninni. Liðið tapaði gegn Flamengo í riðlakeppninni en vann Palmeiras í 8-liða úrslitunum.
þriðjudagur 8. júlí
19:00 Fluminense - Chelsea
Athugasemdir