Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Skallagrímur vann fyrri úrslitaleikinn
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Skallagrímur 2 - 1 KFR
1-0 Elís Dofri G Gylfason ('58 )
1-1 Hákon Kári Einarsson ('62 )
2-1 Declan Joseph Redmond ('88 )

Skallagrímur og KFR áttust við í fyrri leik liðanna í úrslitakeppni 5. deildar í gær og úr varð hörkuslagur. Liðin eru að keppast um sæti í 4. deild á næsta ári.

Skallagrímur endaði í öðru sæti A-riðils á meðan KFR vann B-riðilinn og mætast liðin í tveimur úrslitaleikjum um sæti í næstu deild fyrir ofan.

Staðan var markalaus í hálfleik er liðin mættust á Borgarnesi og tók Elís Dofri Gylfason forystuna fyrir heimamenn á 58. mínútu.

Hákon Kári Einarsson jafnaði skömmu síðar og hélst staðan jöfn allt þar til á lokamínútunum, þegar heimamönnum tókst að gera sigurmark.

Rangæingar þurfa því að hafa betur í seinni leiknum á heimavelli til að komast upp um deild, á meðan Borgfirðingum nægir jafntefli.

Skallagrímur Konráð Ragnarsson (m), Elís Dofri G Gylfason (89'), Carlos Javier Castellano, Declan Joseph Redmond, Guðjón Andri Gunnarsson, Viktor Ingi Jakobsson (72'), Grétar Jónatan Pálmason, Hrafnkell Váli Valgarðsson, Hlöðver Már Pétursson, Sveinn Mikael Ottósson, Snorri Kristleifsson
Varamenn Kristinn Haukur Þork. Skarstad, Sölvi G Gylfason, Ísak Einarsson, Kristján Páll R. Hjaltason, Pétur Jóhannes Óskarsson, Almar Daði Kristinsson (89'), Sigurjón Ari Guðmundsson (72')

KFR Arnar Högni Arnarsson (m), Hjörvar Sigurðsson (82'), Heiðar Óli Guðmundsson, Helgi Valur Smárason, Hákon Kári Einarsson (73'), Jón Pétur Þorvaldsson (82'), Óðinn Magnússon, Unnar Jón Ásgeirsson, Guðmundur Brynjar Guðnason, Rúnar Þorvaldsson (73'), Bjarni Þorvaldsson
Varamenn Ævar Már Viktorsson (73), Mikael Andri Þrastarson, Aron Birkir Guðmundsson (82), Baldur Bjarki Jóhannsson (82), Dagur Þórðarson (73), Böðvar Örn Brynjólfsson, Þórður Kalman Friðriksson
5. deild karla - úrslitakeppni
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner