Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Titilbaráttuliðin frá síðustu leiktíð mætast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þriðju umferð enska úrvalsdeildartímabilsins lýkur í dag þar sem eru fjórir leikir á dagskrá. Þar á meðal er fyrsti risaslagur tímabilsins.

Fjörið hefst skömmu eftir hádegi þegar Brighton fær Manchester City í heimsókn í spennandi viðureign, á sama tíma og Nottingham Forest tekur á móti West Ham.

Eftir leikslok þar hefst gríðarlega mikilvægur slagur tveggja stórvelda ensku úrvalsdeildarinnar, þegar Englandsmeistarar Liverpool taka á móti Arsenal sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð.

Bæði félög hafa styrkt leikmannahópa sína umtalsvert í sumar og verður gífurlega spennandi að fylgjast með árangri þessara liða.

Þau skildu jöfn bæði í Liverpool og í London þegar þau mættust á síðustu leiktíð. Lokatölur 2-2 í bæði skiptin.

Aston Villa lýkur deginum á heimavelli gegn bikarmeisturum Crystal Palace, sem tryggðu sér á dögunum þátttökurétt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Leikir dagsins
13:00 Nott. Forest - West Ham
13:00 Brighton - Man City
15:30 Liverpool - Arsenal
18:00 Aston Villa - Crystal Palace
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
2 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
3 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
4 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
9 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
10 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
11 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
12 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
13 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
14 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
16 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner