KFS 2 - 1 Hafnir
1-0 Daníel Már Sigmarsson ('58 )
1-1 Ísak John Ævarsson ('70 , Mark úr víti)
2-1 Junior Niwamanya ('94)
1-0 Daníel Már Sigmarsson ('58 )
1-1 Ísak John Ævarsson ('70 , Mark úr víti)
2-1 Junior Niwamanya ('94)
Það var mikil dramatík og gleði eftir lokaflautið í viðureign KFS gegn Höfnum í Vestmannaeyjum í gær.
Heimamenn í liði KFS náðu forystunni í síðari hálfleik en Ísak John Ævarsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Staðan var því jöfn allt þar til seint í uppbótartíma, þegar Junior Niwamanya gerði sigurmark fyrir heimamenn.
Ótrúlega dýrmætt sigurmark sem hleypir miklu lífi í fallbaráttuna fyrir gríðarlega spennandi lokaumferð deildartímabilsins. Það er aðeins ein umferð eftir óspiluð í 4. deildinni og enn eru fjögur lið sem geta fallið.
KFS klifrar upp úr fallsæti með sigri gærdagsins og jafnar Hafnir á stigum. Liðin eiga 16 stig og eru einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Hafnir taka á móti Hamri í lokaumferðinni. Þar mætast liðin í úrslitaleik um hvort liðið fellur. Hvergerðingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru með fjóra sigra í röð eftir að hafa verið í langneðsta sæti deildarinnar nánast allt sumarið.
Hamar situr í fallsæti sem stendur, einu stigi á eftir Höfnum fyrir úrslitaeinvígi liðanna í lokaumferðinni.
KFS heimsækir toppbaráttulið Árborgar á Selfoss í lokaumferðinni og nægir Vestmannaeyingum jafntefli þar til að forðast fall.
KFS Halldór Páll Geirsson (m), Sæbjörn Sævar Jóhannsson (71'), Junior Niwamanya, Karl Jóhann Örlygsson (84'), Oliver Helgi Gíslason, Sigurður Grétar Benónýsson, Birkir Björnsson, Heiðmar Þór Magnússon, Daníel Már Sigmarsson, Alexander Örn Friðriksson, Sigurður Valur Sigursveinsson
Varamenn Matt Nicholas Paul Garner (84'), Þórður Örn Gunnarsson (71'), Jóhann Ingi Þórðarson, Gabríel Þór Harðarson, Dagur Einarsson (m)
Hafnir Ástþór Andri Valtýsson (m), Harun Crnac, Kári Þorgilsson (73'), Ragnar Ingi Sigurðsson, Ísak John Ævarsson, Sæþór Elí Bjarnason (90'), Jón Kristján Harðarson, Kristófer Orri Magnússon (89'), Reynir Aðalbjörn Ágústsson, Bergsveinn Andri Halldórsson, Kormákur Andri Þórsson
Varamenn Þorgils Gauti Halldórsson (90), Elvar Snær Þorvaldsson (89), Magnús Már Newman (73)
4. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÁ | 17 | 12 | 5 | 0 | 70 - 21 | +49 | 41 |
2. KH | 17 | 10 | 3 | 4 | 42 - 26 | +16 | 33 |
3. Árborg | 17 | 8 | 6 | 3 | 39 - 29 | +10 | 30 |
4. Elliði | 17 | 7 | 5 | 5 | 35 - 32 | +3 | 26 |
5. Vængir Júpiters | 17 | 6 | 7 | 4 | 31 - 31 | 0 | 25 |
6. Álftanes | 17 | 6 | 3 | 8 | 28 - 35 | -7 | 21 |
7. Hafnir | 17 | 5 | 1 | 11 | 32 - 46 | -14 | 16 |
8. KFS | 17 | 5 | 1 | 11 | 28 - 61 | -33 | 16 |
9. Hamar | 17 | 4 | 3 | 10 | 30 - 38 | -8 | 15 |
10. Kría | 17 | 3 | 4 | 10 | 27 - 43 | -16 | 13 |
Athugasemdir