Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cunha dregur sig úr landsliðshópnum - Missir af City
Mynd: EPA
Matheus Cunha verður ekki með Brasilíu í landsleikjahlénu eftir að hafa meiðst í dramatískum sigri Manchester United gegn Burnley í gær.

Cunha þurfti að koma af velli á 31. mínútu vegna vöðvameiðsla og tók Joshua Zirkzee stöðu hans í liðinu. Staðan var 1-0 þegar Cunha fór útaf og urðu lokatölur 3-2 eftir að Bruno Fernandes gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Hann hefur dregið sig úr landsliðshópnum en óljóst er hversu lengi hann verður frá. Mögulegt er að meiðslin séu smávægileg en Cunha má samt sem áður ekki taka þátt í Manchester-slagnum þegar Man Utd spilar við Man City 14. september.

Samkvæmt reglum FIFA mega landsliðsmenn sem draga sig úr hóp vegna meiðsla ekki spila á næstu fimm dögum eftir síðasta landsleik í hlénu.
Athugasemdir