Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 08. ágúst 2016 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Arnar Grétars: Þurfum að hætta að hugsa um toppinn
Arnar og félagar töpuðu í kvöld.
Arnar og félagar töpuðu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

Blikar komust snemma yfir með marki frá Árna Vilhjálmssyni en heimamenn jöfnuðu rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik voru Blikar svo arfaslakir og eftir að Damir Muminovic var rekinn af velli var eftirleikurinn þægilegur fyrir Víking og Óttar Magnús Karlsson tryggði sigurinn með þrennu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Í raun og veru byrjum við leikinn fínt og mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik, það var jafnræði með liðunum, þau skiptust á að sækja og það voru fínar sóknir. Þeir fengu færi, við fengum færi, þetta var leikur," sagði Arnar eftir leikinn.

„Svo gerist bara eitthvað í seinni hálfleik sem ég veit ekki hvernig ég á að útskýra, Víkingar voru bara miklu grimmari og hlupu meira, börðust meira, og voru miklu líklegri fram að rauða spjaldinu. Svo gerist þetta rauða spjald og það breytir leiknum, þeir skora fljótlega í kjölfarið og þá verður þetta erfiðari. En mér fannst Víkingarnir miklu grimmari í seinni hálfleik, þeir vildu þetta meira og voru einfaldlega betri."

Arnar vill ekki skýra slakan seinni hálfleik sinna manna með þeirri staðreynd að Víkingur jafnaði metin rétt fyrir leikhlé.

„Það er aldrei góð tímasetning að fá á sig mark en hvað gerist í seinni hálfleik, ég hef enga skýringu á því, mér fannst við ekki mæta til leiks og Víkingar voru miklu grimmari og hreyfanlegri. Ég veit ekki hvort menn hafi haldið að þetta myndi koma að sjálfu sér, ég er svolítið orðlaus með seinni hálfleikinn."

„Ég hef ekki verið að tjá mig mikið um dómara eftir leiki og ég ætla ekki að fara að byrja á því hér. Það eina sem ég vona er að þetta hafi verið réttur dómur því það er blóðugt að fá seinna gula spjaldið ef þetta var ekki gult spjald, því það breytir leiknum að fá mann út af. En ef ekki þá breytum við því ekki úr þessu og þá er það náttúrulega bara djöfulli sárt, sama og Víkingar lenda í á móti Stjörnunni þegar þeir skora löglegt mark og fá kannski ekki vítaspyrnu. Þetta er blóðugt en þetta er partur af leiknum og við verðum að sætta okkur við það þó þetta sé erfitt," segir Arnar, sem viðurken

„Það er alveg hægt að segja það að ef þú ert kominn með gult áttu ekki að fara niður, en hann vill meina að hann hafi bara farið með aðra löppina og tekið boltann. Dómarinn segir að hann hafi farið með báðar lappir, ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að vega það og meta. En þegar menn eru komnir með gult spjald eiga þeir helst að standa í lappirnar, þú veist aldrei hvað menn gera ef þú ert að gefa mönnum tækifæri á að spjalda sig."

FH tapaði í kvöld gegn KR og Stjarnan tapaði gegn Þrótti, sem þýðir að Blikar hefðu getað endað leikinn tveimur stigum frá toppnum. Sama skapi eru þeir heppnir að vera ekki átta stigum frá toppnum eftir tapið. Hvort vegur þyngra?

„Blanda af báðum. Ég held að það sem við þurfum að einbeita okkur að núna er bara að hypja upp um okkur buxurnar og fara að spila alvöru fótbolta og hætta að hugsa um toppinn. Það eru fimm stig, það hefur sem betur fer ekki breyst, annars væri þetta game over, en ég held við eigum bara að einbeita okkur að næsta leik og fara að spila góðan fótbolta og hafa gaman að því að spila í þessari deild," segir Arnar.

Gamli reynsluboltinn Kári Ársælsson kom inn í vörnina í fyrsta skiptið í sumar þegar 20 mínútur voru eftir þrátt fyrir að hafa ekki verið á skýrslu fyrir leik!

„Hann var ekki á skýrslu og svo gerist það að Arnór Sveinn í raun og veru meiðist í upphitun. Þar af leiðandi dettur Kári inn, svo dettur Elli (Elfar Freyr) út og svo kemur rautt spjald. Svona er þetta stundum, menn þurfa alltaf að vera klárir, en auðvitað er þetta ekki ideal scenario fyrir þjálfara að lenda í. Það afsakar samt engan veginn frammistöðuna í seinni hálfleik," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner