Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. ágúst 2022 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjórinn dýrkar Jón Daða - Útskýrir af hverju hann er á bekknum
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað á varamannabekknum í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hjá Bolton. Hann hefur komið inn á sem varamaður í þeim báðum.

Þetta hefur vakið nokkra athygli en Ian Evatt, stjóri Bolton, hefur útskýrt ástæðuna á bak við þetta.

„Jón hefur verið að glíma við nokkur meiðsli á undirbúningstímabilinu. Ekkert alvarlegt svo sem og hann hefur verið að taka góð skref undanfarna viku," sagði Evett eftir síðasta leik, 3-0 sigur gegn Wycombe.

Evett hrósaði Jóni Daða mikið í viðtalinu. „Hann er fyrst og fremst frábær maður, frábær náungi. Við höfum verið að tala mikið um meiðslin því hann vill ekki bregðast neinum. Hann elskar að vera hérna."

„Hann verður mikilvægur fyrir okkur og við þurfum ekki að taka neina áhættu með hann núna. Hann sýndi hvað hann getur þegar hann kom inn á og í framhaldinu verður hann risastór leikmaður fyrir okkur."

Jón Daði gekk í raðir Bolton, sem leikur í ensku C-deildinni í janúar, og er búinn að finna nýtt heimili þarna.
Athugasemdir
banner