
„Ekki fallegasti sigurinn, en skemmtilegur og gott að vinna þegar þú ert búin að missa mann af velli. Við náðum að halda þetta út og gerðum það sem við þurftum til að vinna þennan leik", sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir eftir að 2-1 heimasigur Þróttar þegar Víkingur kom í heimsókn á Avis völlinn.
Stórt atvik átti sér stað á 72. mínútu leiks þegar Marit Skurdal dómari ákvað að reka Sóleyju María Steinarsdóttur af velli fyrir það sem hún taldi vera hártog á Lindu Líf Boama. Nánari endursýning bar það hins vegar með sér að um kolrangangan dóm væri að ræða og heimakonur manni færri það sem eftir lifði leiks.
„Ég sá þetta ekki nógu vel en, ég verð að fá að meta það seinna. Ég á eftir að sjá þetta aftur"
Stórt atvik átti sér stað á 72. mínútu leiks þegar Marit Skurdal dómari ákvað að reka Sóleyju María Steinarsdóttur af velli fyrir það sem hún taldi vera hártog á Lindu Líf Boama. Nánari endursýning bar það hins vegar með sér að um kolrangangan dóm væri að ræða og heimakonur manni færri það sem eftir lifði leiks.
„Ég sá þetta ekki nógu vel en, ég verð að fá að meta það seinna. Ég á eftir að sjá þetta aftur"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Víkingur R.
Kayla Marie Rollins nýjasti leikmaður liðsins var að spila sinn annan leik fyrir Þrótt og það sést vel af hverju hún var fengin til liðsins en hún er einstaklega sterk í loftinu
„Hún á eftir að nýtast okkur vel í teignum, hún er góð í loftinu og líka góð í að fá hana í lappir. Við getum nýtt hana mjög vel"
Jelena Tinna Kujundzic varnarjaxlinn í vörn Þróttar stóð sig með afar vel í leiknum og vann einvígið sitt á móti Lindu Líf Boama og rúmlega það. Hún stóð vaktina þegar makkerinn hennar í vörninni Sóley María fékk reisupassan á 72. mínútu.
„Við bara stoppuðum þær ógeðslega vel og mér fannst allir stíga upp þegar við verðum manni færi. Við stígum upp og lokum á þær varnarlega, vörnin stóð fáranlega vel. Álfa (Álfheiður Rósa) þurfti að droppa niður og hún hefur ekki oft spilað í hafsentinum. Hún gerði það bara drullu vel og það eiga allir hrós skilið fyrir þessar mínútur sem við vorum færri"
Þórdís Elva var valin besti leikmaður fyrri hluta deildarinnar í þáttunum Bestu mörkin á Sýn, en var hún meðvituð um það?
„Já það var búið að segja það við mig, ég vissi af því"
Þórdís Elva spilaði 10 leiki með yngri landsliðum Íslands, en hefur hún fengið kallið í A landsliðið?
„Nei aldrei sko, bara einhvers konar æfingahópar á veturna einhvern tímann fyrir einhverjum árum. Mætti kalla B landsliðsæfingar eða eitthvað svoleiðis"
En stefnir Þórdís út í atvinnumenskuna ef fram heldur sem horfir?
„Ég gerði tveggja ára samning við Þrótt og eins og staðan er núna þá er ég bara að horfa á það. Við erum að gera mjög góða hluti og þetta er skemmtilegt. Það er ekkert sem lætur mig vilja hlaupa í burtu á næstunni"
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir