
Njarðvíkingar tóku á móti Selfoss á JBÓ vellinum í kvöld þegar sextánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Njarðvíkingar gátu með sigri komist á topp deildarinnar.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 1 Selfoss
„Ég sagði það við strákana að ég hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sáttur eftir sigurinn í kvöld.
„Ég trúði þessu ekki að þetta yrði einn af þessum dögum sem að hann myndi ekki fara inn boltinn. Færin sem við fengum er nátturlega bara lýginni líkast"
„Við hnéum hann yfir af tveim metrum, sköllum yfir af einum metra og þetta bara er galið. Kannski ennþá sætara svona líka"
Dominik Radic skoraði bæði mörk Njarðvíkinga í kvöld en hann klúðraði líka vítaspyrnu í stöðunni 1-1.
„Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir hann þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Maður sá það alveg að hann var ekki sáttur með sjálfan sig í vítinu og í færinu. Það er er rosalega oft sem að menn brotna niður og hann gerði það ekki"
„Ég sá það á honum að hann ætlaði að ná þessu marki og fannst hann skulda þetta mark. Hann náði í þetta mark sem er bara frábært"
Þegar sex umferðir eru eftir þá sitja Njarðvíkingar á toppi deildarinnar og eru með þetta í sínum höndum eftir að hafa elt allt mótið.
„Við höldum bara áfram og við ræddum það áðan að við höldum bara áfram og erum ekki búnir. Við vitum það alveg að mótið er ekki búið núna. Við vitum að það eru sex leikir eftir og við vitum að það eru hörku leikir framundan"
„Það er að koma þétt prógram núna hjá okkur og öllum hinum líka og það getur margt gerst á þeim tíma. Eins og staðan er í dag þá vinnum við þennan leik og við ætlum bara að reyna að halda okkur í þessari toppbaráttu eins lengi og við getum en auðvitað er sætt að sjá það að loksins erum við komnir á toppinn og þar bara viljum við vera - okkur líður best þar"
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 16 | 9 | 7 | 0 | 38 - 15 | +23 | 34 |
2. ÍR | 16 | 9 | 6 | 1 | 30 - 15 | +15 | 33 |
3. Þór | 16 | 9 | 3 | 4 | 36 - 23 | +13 | 30 |
4. HK | 16 | 9 | 3 | 4 | 29 - 18 | +11 | 30 |
5. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
6. Keflavík | 16 | 7 | 4 | 5 | 34 - 27 | +7 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 16 | 5 | 2 | 9 | 32 - 44 | -12 | 17 |
9. Selfoss | 16 | 4 | 1 | 11 | 16 - 32 | -16 | 13 |
10. Fjölnir | 16 | 2 | 6 | 8 | 25 - 39 | -14 | 12 |
11. Fylkir | 16 | 2 | 5 | 9 | 21 - 28 | -7 | 11 |
12. Leiknir R. | 16 | 2 | 4 | 10 | 15 - 34 | -19 | 10 |