Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 08. ágúst 2025 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Selfoss á JBÓ vellinum í kvöld þegar sextánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar gátu með sigri komist á topp deildarinnar.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Selfoss

„Ég sagði það við strákana að ég hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sáttur eftir sigurinn í kvöld. 

„Ég trúði þessu ekki að þetta yrði einn af þessum dögum sem að hann myndi ekki fara inn boltinn. Færin sem við fengum er nátturlega bara lýginni líkast" 

„Við hnéum hann yfir af tveim metrum, sköllum yfir af einum metra og þetta bara er galið. Kannski ennþá sætara svona líka" 

Dominik Radic skoraði bæði mörk Njarðvíkinga í kvöld en hann klúðraði líka vítaspyrnu í stöðunni 1-1. 

„Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir hann þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Maður sá það alveg að hann var ekki sáttur með sjálfan sig í vítinu og í færinu. Það er er rosalega oft sem að menn brotna niður og hann gerði það ekki" 

„Ég sá það á honum að hann ætlaði að ná þessu marki og fannst hann skulda þetta mark. Hann náði í þetta mark sem er bara frábært" 

Þegar sex umferðir eru eftir þá sitja Njarðvíkingar á toppi deildarinnar og eru með þetta í sínum höndum eftir að hafa elt allt mótið. 

„Við höldum bara áfram og við ræddum það áðan að við höldum bara áfram og erum ekki búnir. Við vitum það alveg að mótið er ekki búið núna. Við vitum að það eru sex leikir eftir og við vitum að það eru hörku leikir framundan" 

„Það er að koma þétt prógram núna hjá okkur og öllum hinum líka og það getur margt gerst á þeim tíma. Eins og staðan er í dag þá vinnum við þennan leik og við ætlum bara að reyna að halda okkur í þessari toppbaráttu eins lengi og við getum en auðvitað er sætt að sjá það að loksins erum við komnir á toppinn og þar bara viljum við vera - okkur líður best þar" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner