Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   fös 08. ágúst 2025 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti Selfoss á JBÓ vellinum í kvöld þegar sextánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Njarðvíkingar gátu með sigri komist á topp deildarinnar.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Selfoss

„Ég sagði það við strákana að ég hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim" sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sáttur eftir sigurinn í kvöld. 

„Ég trúði þessu ekki að þetta yrði einn af þessum dögum sem að hann myndi ekki fara inn boltinn. Færin sem við fengum er nátturlega bara lýginni líkast" 

„Við hnéum hann yfir af tveim metrum, sköllum yfir af einum metra og þetta bara er galið. Kannski ennþá sætara svona líka" 

Dominik Radic skoraði bæði mörk Njarðvíkinga í kvöld en hann klúðraði líka vítaspyrnu í stöðunni 1-1. 

„Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir hann þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Maður sá það alveg að hann var ekki sáttur með sjálfan sig í vítinu og í færinu. Það er er rosalega oft sem að menn brotna niður og hann gerði það ekki" 

„Ég sá það á honum að hann ætlaði að ná þessu marki og fannst hann skulda þetta mark. Hann náði í þetta mark sem er bara frábært" 

Þegar sex umferðir eru eftir þá sitja Njarðvíkingar á toppi deildarinnar og eru með þetta í sínum höndum eftir að hafa elt allt mótið. 

„Við höldum bara áfram og við ræddum það áðan að við höldum bara áfram og erum ekki búnir. Við vitum það alveg að mótið er ekki búið núna. Við vitum að það eru sex leikir eftir og við vitum að það eru hörku leikir framundan" 

„Það er að koma þétt prógram núna hjá okkur og öllum hinum líka og það getur margt gerst á þeim tíma. Eins og staðan er í dag þá vinnum við þennan leik og við ætlum bara að reyna að halda okkur í þessari toppbaráttu eins lengi og við getum en auðvitað er sætt að sjá það að loksins erum við komnir á toppinn og þar bara viljum við vera - okkur líður best þar" 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 16 9 7 0 38 - 15 +23 34
2.    ÍR 16 9 6 1 30 - 15 +15 33
3.    Þór 16 9 3 4 36 - 23 +13 30
4.    HK 16 9 3 4 29 - 18 +11 30
5.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
6.    Keflavík 16 7 4 5 34 - 27 +7 25
7.    Völsungur 15 5 3 7 25 - 31 -6 18
8.    Grindavík 16 5 2 9 32 - 44 -12 17
9.    Selfoss 16 4 1 11 16 - 32 -16 13
10.    Fjölnir 16 2 6 8 25 - 39 -14 12
11.    Fylkir 16 2 5 9 21 - 28 -7 11
12.    Leiknir R. 16 2 4 10 15 - 34 -19 10
Athugasemdir
banner
banner