Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
   lau 09. ágúst 2025 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ánægður að hafa komið tvisvar til baka gegn ótrúlega sterku liði. Mér finnst hrikalega gaman að horfa á Þrótt spila fótbolta, þeir eru hrikalega góðir að halda boltanum, mikið hrós á þá," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, eftir jafntefli gegn Þrótti á Húsavík í dag.

„Fyrri hálfleikur var gríðarlega litaður að því að þeir stjórnuðu allri umferð. Við vorum lélegir að halda í boltann og fyrir vikið var þetta einstefna á boltanum en að sama skapi sköpuðu þeir ekki mikið af færum, aðallega að ógna með skotum fyrir utan teig."

„Í seinni hálfleik finnst mér leikurinn jafnast mjög mikið. Held að hann hafi verið stórskemmtilegur fyrir augað. Við vorum betri á boltanum sem gerði það að verkum að leikurinn varð opnari í báða enda, mörk og stuð, bæði lið hefðu getað stolið þessu."

Sigurvin Ólafsson, þjáflari Þróttar, taldi að seinna mark Völsungs hafi verið ólöglegt.

„Ég held að það sé ekki rétt. Ég er nátturulega hlutdrægur, ég held að það sé ekki rétt en kannski ef ég sé það aftur þá var það kannski. Það var mjög gott mark, á því augnabliki vorum við búnir að vera frábærir. Það er ótrúlegt hvað mörkin í þessum leik breyttu leiknum því þegar þeir skora tökum við yfir og þegar við skorum tóku þeir yfir og svo gerðist það einu sinni enn," sagði Alli Jói.

Völsungur fær Þór í heimsókn í næsta leik en Völsungur vann fyrri leikinn í Boganum þar sem stuðningsmenn liðsins fjölmenntu í Bogann.

„Síðasti leikur var gríðarlega skemmtilegur, það var troðfullur Boginn. Ég ætla að vona að það komi margir frá Akureyri eins og það komu margir frá Húsavík þegar við spiluðum þar. Ég ætla rétt að vona að við fjölmennum og það verði brjáluð stemning og það verður skemmtilegt. Það kryddar allt saman að geta haft svona alvöru nágrannaslagi, ég hlakka mikið til og vona að fleiri geri það líka."
Athugasemdir
banner