Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   fös 08. ágúst 2025 21:58
Kári Snorrason
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Lengjudeildin
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Hermann Hreiðasson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK sigraði Keflavík 3-0 í Kórnum fyrr í kvöld. Hermann Hreiðarsson þjálfari HK mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: HK 3 -  0 Keflavík

HK sigraði Keflavík 3-0 í Kórnum fyrr í kvöld. Hermann Hreiðarsson þjálfari HK mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.

„Þetta voru risa stig, svöruðum síðasta leik. Þetta er hörku barátta þarna uppi, þannig að hver leikur telur. Keflavík er með hörkulið og við þurftum að hafa fyrir því í dag. Þó að tölurnar segja 3-0 þá var þetta erfiður leikur."

HK fékk dæmt víti á sig eftir fimmtán sekúndur, Hermann var spurður hvernig tilfinningarnar höfðu verið á þeim tímapunkti.
„Þær voru hræðilegar, það er erfitt að dæma um þetta. Hann býður aðeins upp á það, en ekkert meira um það að segja. Sem betur fer nýttu þeir vítið ekki."

Það er mikil spenna í Lengjudeildinni um þessar mundir.

„Deildin er svolítið tvískipt, fullt af innbyrðis leikjum eftir. Það eru sex leikir eftir og allt eins og það á að vera. Spenna fram á lokaleik áætla ég. Þetta er skemmtileg deild, það eru öll lið að spila fyrir eitthvað."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner