
HK sigraði Keflavík 3-0 í Kórnum fyrr í kvöld. Hermann Hreiðarsson þjálfari HK mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: HK 3 - 0 Keflavík
HK sigraði Keflavík 3-0 í Kórnum fyrr í kvöld. Hermann Hreiðarsson þjálfari HK mætti að vonum ánægður í viðtal að leik loknum.
„Þetta voru risa stig, svöruðum síðasta leik. Þetta er hörku barátta þarna uppi, þannig að hver leikur telur. Keflavík er með hörkulið og við þurftum að hafa fyrir því í dag. Þó að tölurnar segja 3-0 þá var þetta erfiður leikur."
HK fékk dæmt víti á sig eftir fimmtán sekúndur, Hermann var spurður hvernig tilfinningarnar höfðu verið á þeim tímapunkti.
„Þær voru hræðilegar, það er erfitt að dæma um þetta. Hann býður aðeins upp á það, en ekkert meira um það að segja. Sem betur fer nýttu þeir vítið ekki."
Það er mikil spenna í Lengjudeildinni um þessar mundir.
„Deildin er svolítið tvískipt, fullt af innbyrðis leikjum eftir. Það eru sex leikir eftir og allt eins og það á að vera. Spenna fram á lokaleik áætla ég. Þetta er skemmtileg deild, það eru öll lið að spila fyrir eitthvað."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir