
Selfoss heimsótti Njarðvíkinga á JBÓ völlinn í kvöld þegar sextánda umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 1 Selfoss
„Við gáfum þeim bara hörkuleik" sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld.
„Við lentum í smá vandræðum þarna kannski í upphafi seinni hálfleiks en mér fannst nú við kannski eiga skilið stig þegar uppi var staðið"
„Auðvitað voru þeir meira með boltann eins og planið var og við erum núna búnir að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru efstir í deildinni og þetta hafa bara verið hörku leikir. Það er fullt af fínum hlutum sem að við erum að gera vel og við þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu"
Jón Daði Böðvarsson kom inná hjá Selfoss í kvöld og spilaði sínar fyrstu mínútur eftir að hafa komið aftur heim út atvinnumennsku.
„Það er nátturlega bara frábært. Vonandi nær hann sér á strik og hjálpar okkur að koma okkur upp úr þessari gryfju sem að er búin að standa yfir í nánast allt sumar"
Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 16 | 9 | 7 | 0 | 38 - 15 | +23 | 34 |
2. ÍR | 16 | 9 | 6 | 1 | 30 - 15 | +15 | 33 |
3. Þór | 16 | 9 | 3 | 4 | 36 - 23 | +13 | 30 |
4. HK | 16 | 9 | 3 | 4 | 29 - 18 | +11 | 30 |
5. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
6. Keflavík | 16 | 7 | 4 | 5 | 34 - 27 | +7 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 16 | 5 | 2 | 9 | 32 - 44 | -12 | 17 |
9. Selfoss | 16 | 4 | 1 | 11 | 16 - 32 | -16 | 13 |
10. Fjölnir | 16 | 2 | 6 | 8 | 25 - 39 | -14 | 12 |
11. Fylkir | 16 | 2 | 5 | 9 | 21 - 28 | -7 | 11 |
12. Leiknir R. | 16 | 2 | 4 | 10 | 15 - 34 | -19 | 10 |