sun 10.ágú 2025 10:00 Mynd: Tottenham |
|

Spáin fyrir enska: 6. sæti
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.
Nú eru aðeins fimm dagar í deildina og liðið í sjötta sæti í þessari spá er Tottenham.
Tottenham endaði á ótrúlegan hátt fyrir neðan Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Bæði félög áttu hörmulegt tímabil í deildinni en það gekk ekkert upp hjá Spurs og á venjulegu tímabili hefði liðið verið í mikilli fallhættu. Það er oft talað um 40 stiga viðmið í efstu deild Englands þegar kemur að fallbaráttunni en Spurs náði því ekki þar sem liðið endaði aðeins með 38 stig í 17. sæti. Ekki eitthvað sem menn í kringum félagið höfðu ímyndað sér þegar Tottenham flutti á nýjan og glæsilegan heimavöll sinn fyrir nokkrum árum. Samt bjargaði Tottenham sér örugglega þar sem Leicester, Ipswich og Southampton voru ævintýralega léleg og áttu einhvern veginn aldrei möguleika á því að halda sér uppi.
Sjálfstraustið var ekkert í liði Tottenham og meiðslavandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Miðverðirnir Micky van de Ven og Cristian Romero voru svolítið meiddir og það hafði mikil áhrif á liðið, en það er samt sem áður engin afsökun fyrir því að enda eins neðarlega og liðið gerði. Spurs, sem er vanalega í toppbaráttu, hefur ekki lent eins neðarlega síðan 1977 þegar félagið féll úr efstu deild Englands. Það var lítill stöðugleiki í varnarleiknum og Spurs missti niður forystu í talsvert mörgum leikjum. 'Ange-ball' - sem var mjög spennandi 2023-24 tímabilið - einkenndist af mjög hárri pressu og mikilli orku varð liðinu að falli á síðasta tímabili. Leikmenn virtust einfaldlega ekki ráða við leikstílinn og líkamlega varð hann of mikið. Önnur lið fóru líka að lesa betur í hann og spila betur gegn honum.
Þetta mjög svo erfiða tímabil endaði þó stórkostlega fyrir Spurs því félagið vann sinn fyrsta stóra bikar í 17 ár. Stuðningsmenn Tottenham munu örugglega tala um 'kvöldið í Bilbao' í þónokkurn tíma er Brennan Johnson skoraði sigurmarkið gegn Man Utd í uppgjöri tveggja af verstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Það var mikið undir í þessum leik - bæði bikar og Meistaradeildarsæti - og það var Tottenham sem fagnaði í leikslok. Í raun bjargaði þessi leikur tímabilinu fyrir Spurs en hann bjargaði ekki starfi Ange Postecoglou sem var rekinn eftir að tímabilinu lauk. Eftir mikla umhugsun ákvað Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, að reka Postecoglou sem er ákvörðun sem margir settu spurningamerki við í ljósi þess að þetta var fyrsti bikar Tottenham í fjöldamörg ár. Nýr maður er mættur í brúnna og hann á að koma félaginu aftur á þann stað þar sem það á að vera, við toppinn í enska boltanum. Síðasta tímabil á að vera frávik og það kæmi á óvart ef Tottenham verður ekki að berjast um Meistaradeildarsæti á komandi tímabili. Það væri líka ekki leiðinlegt fyrir stuðningsmenn að fagna öðrum bikar, en tökum eitt skref í einu.
Stjóinn: Thomas Frank er nýi maðurinn í brúnni hjá Tottenham. Daninn í 66°Norður fatnaðinum fær það verkefni að koma Spurs aftur í efri hluta deildarinnar eftir erfitt 2025-26 tímabil. Tottenham ákvað eftir mikla umhugsun að reka Ange Postecoglou og þá varð það ljóst frekar snemma í ferlinu að það yrði Frank sem myndi taka við. Hann hefur oft verið orðaður frá Brentford síðustu árin en núna var loksins komið að því hjá honum að taka skrefið. Frank, sem er 51 árs gamall, var ekki merkilegur leikmaður, var bara áhugamaður, en hann byrjaði að þjálfa í barna- og unglingafótbolta í Danmörku þegar hann var í kringum tvítugt. Hann vann sig hratt upp metorðastigann í þeim geira og fljótlega var hann farinn að stýra yngri landsliðum Danmerkur, þar á meðal U19 landsliðinu. Hann tók svo við Bröndby en hætti þar eftir að hann var gagnrýndur af stjórnarformanni félagsins undir dulnefndi á stuðningsmannasíðu. Frank var ráðinn aðstoðarþjálfari Brentford á Englandi 2016 og tók við sem stjóri liðsins tæpum tveimur árum síðar. Það er óhætt að segja að hann hafi náð ótrúlegum árangri með Brentford en hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í gegnum umspilið og hefur haldið því þar síðan þá. Hjá Brentford hefur hann þróað marga frábæra leikmenn og unnið stórkostlegt starf. Frank er mjög yfirvegaður, leggur mikið upp úr liðsheild og lítur mikið á tölfræðina. Það verður afar spennandi að sjá hvernig hann tæklar þetta stökk.
Leikmannaglugginn: Tottenham væri örugglega til í að vera búið að gera aðeins meira á markaðnum, en það hljóta að vera leikmenn væntanlegir. Kaupin á Mohammed Kudus eru stór en félagið var næstum því búið að kaupa Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest áður en það endaði í fíaskói. Son er farinn og hann kvaddi sem goðsögn eftir að hafa lyft bikar á síðasta tímabili.
Komnir:
Mohammed Kudus frá West Ham - 54,5 milljónir punda
Mathys Tel frá Bayern München - 30 milljónir punda
Kevin Danso frá Lens - 21 milljón punda
Luka Vuskovic frá Hadjuk Split - 12 milljónir punda
Kota Takai frá Kawasaki Frontale - 5 milljónir punda
João Palhinha frá Bayern München - Á láni
Bryan Gil frá Girona - Var á láni
Manor Salomon frá Leeds - Var á láni
Farnir:
Son Heung-min til Los Angeles FC - 19,5 milljónir punda
Pierre-Émile Höjbjerg til Marsille - 17 milljónir punda
Mikey Moore til Rangers - Á láni
Timo Werner til RB Leipzig - Var á láni
Fraser Forster - Samningur rann út
Sergio Reguilón - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið
Þrír lykilmenn:
Micky van de Ven er stórkostlegur miðvörður sem hefur verið fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu árin. Hraði hans hefur verið lykilþáttur í því að Tottenham hefur getað spilað með gríðarlega háa línu og var hans sárt saknað á meðan hann var í meiðslum á síðasta tímabili. Það verður algjört lykilatriði að hann og Romero haldist sem mest heilir á komandi keppnistímabili.
Cristian Romero er félagi Van de Ven í hjarta varnarinnar en hann missti líka af talsvert miklu vegna meiðsla á síðasta tímabili. Maður sá það í úrslitaleik Evrópudeildarinnar hversu mikilvægur hann er fyrir lið Spurs. Hann er algjör stríðsmaður og er grjótharður. Hann er leikmaður sem þú elskar að hafa í þínu liði en hatar að spila á móti. Það er ekki langt síðan hann varð heimsmeistari með landsliði Argentínu.
Mohammed Kudus eru stóru kaup Tottenham í félagaskiptaglugganum hingað til. Hann var keyptur frá West Ham fyrir tæpar 55 milljónir punda. Það er gríðarlegur kraftur í Kudus og hann verður að eiga gott fyrsta tímabil, sérstaklega í ljósi þess að James Maddison mun missa af mestöllu tímabilinu vegna meiðsla og þá er Dejan Kulusevski á meiðslalistanum fyrstu vikur tímabilsins. Kudus þarf því að taka mikla ábyrgð strax í sóknarleik Lundúnafélagsins.
Fylgist með: Sænski miðjumaðurinn Lucas Bergvall kom til Tottenham fyrir síðasta tímabil en hann hafnaði Barcelona til að ganga í raðir Spurs. Hann fékk líklega stærra hlutverk á síðustu leiktíð en hann bjóst við en hann spilaði alls 45 leik og skoraði eitt mark. Bergvall hefur alla burði til að verða virkilega góður leikmaður en hann tók mikil skref fram á við á síðasta tímabili og sýndi að það er mikið spunnið í hann sem leikmann. Núna er hann að fara í sitt annað tímabil á Englandi og er þessi 19 ára gamli leikmaður svo sannarlega leikmaður til að fylgjast með. Það verður líka mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig Joao Palhinha kemur inn á miðjuna hjá Tottenham eftir að hafa átt erfiðan tíma með Bayern München. Þegar hann spilaði með Fulham fyrir nokkrum árum var hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í sínu hlutverki, að brjóta upp spil andstæðingana, og hann ætti að geta verið virkilega góður fyrir Tottenham ef hann finnur sjálfstraustið aftur.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir Tottenham væri sú að liðið endi í topp fimm og komist aftur í Meistaradeildina, leikmenn haldist heilir og liðið taki skref fram á við undir stjórn Thomas Frank. Það vinnist jafnvel eins og einn bikar líka. Versta niðurstaðan sú að Spurs endi um miðja deild eða rétt fyrir neðan miðja deild, það verði áfram meiðsli í hópnum og engin bikar vinnist.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Sjálfstraustið var ekkert í liði Tottenham og meiðslavandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Miðverðirnir Micky van de Ven og Cristian Romero voru svolítið meiddir og það hafði mikil áhrif á liðið, en það er samt sem áður engin afsökun fyrir því að enda eins neðarlega og liðið gerði. Spurs, sem er vanalega í toppbaráttu, hefur ekki lent eins neðarlega síðan 1977 þegar félagið féll úr efstu deild Englands. Það var lítill stöðugleiki í varnarleiknum og Spurs missti niður forystu í talsvert mörgum leikjum. 'Ange-ball' - sem var mjög spennandi 2023-24 tímabilið - einkenndist af mjög hárri pressu og mikilli orku varð liðinu að falli á síðasta tímabili. Leikmenn virtust einfaldlega ekki ráða við leikstílinn og líkamlega varð hann of mikið. Önnur lið fóru líka að lesa betur í hann og spila betur gegn honum.
Þetta mjög svo erfiða tímabil endaði þó stórkostlega fyrir Spurs því félagið vann sinn fyrsta stóra bikar í 17 ár. Stuðningsmenn Tottenham munu örugglega tala um 'kvöldið í Bilbao' í þónokkurn tíma er Brennan Johnson skoraði sigurmarkið gegn Man Utd í uppgjöri tveggja af verstu lið ensku úrvalsdeildarinnar. Það var mikið undir í þessum leik - bæði bikar og Meistaradeildarsæti - og það var Tottenham sem fagnaði í leikslok. Í raun bjargaði þessi leikur tímabilinu fyrir Spurs en hann bjargaði ekki starfi Ange Postecoglou sem var rekinn eftir að tímabilinu lauk. Eftir mikla umhugsun ákvað Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, að reka Postecoglou sem er ákvörðun sem margir settu spurningamerki við í ljósi þess að þetta var fyrsti bikar Tottenham í fjöldamörg ár. Nýr maður er mættur í brúnna og hann á að koma félaginu aftur á þann stað þar sem það á að vera, við toppinn í enska boltanum. Síðasta tímabil á að vera frávik og það kæmi á óvart ef Tottenham verður ekki að berjast um Meistaradeildarsæti á komandi tímabili. Það væri líka ekki leiðinlegt fyrir stuðningsmenn að fagna öðrum bikar, en tökum eitt skref í einu.
???????? BREAKING: Ange Postecoglou has been sacked by Tottenham Hotspur. ????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 6, 2025
Decision made by chairman Daniel Levy. pic.twitter.com/EucqUJT4my
Stjóinn: Thomas Frank er nýi maðurinn í brúnni hjá Tottenham. Daninn í 66°Norður fatnaðinum fær það verkefni að koma Spurs aftur í efri hluta deildarinnar eftir erfitt 2025-26 tímabil. Tottenham ákvað eftir mikla umhugsun að reka Ange Postecoglou og þá varð það ljóst frekar snemma í ferlinu að það yrði Frank sem myndi taka við. Hann hefur oft verið orðaður frá Brentford síðustu árin en núna var loksins komið að því hjá honum að taka skrefið. Frank, sem er 51 árs gamall, var ekki merkilegur leikmaður, var bara áhugamaður, en hann byrjaði að þjálfa í barna- og unglingafótbolta í Danmörku þegar hann var í kringum tvítugt. Hann vann sig hratt upp metorðastigann í þeim geira og fljótlega var hann farinn að stýra yngri landsliðum Danmerkur, þar á meðal U19 landsliðinu. Hann tók svo við Bröndby en hætti þar eftir að hann var gagnrýndur af stjórnarformanni félagsins undir dulnefndi á stuðningsmannasíðu. Frank var ráðinn aðstoðarþjálfari Brentford á Englandi 2016 og tók við sem stjóri liðsins tæpum tveimur árum síðar. Það er óhætt að segja að hann hafi náð ótrúlegum árangri með Brentford en hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í gegnum umspilið og hefur haldið því þar síðan þá. Hjá Brentford hefur hann þróað marga frábæra leikmenn og unnið stórkostlegt starf. Frank er mjög yfirvegaður, leggur mikið upp úr liðsheild og lítur mikið á tölfræðina. Það verður afar spennandi að sjá hvernig hann tæklar þetta stökk.
Leikmannaglugginn: Tottenham væri örugglega til í að vera búið að gera aðeins meira á markaðnum, en það hljóta að vera leikmenn væntanlegir. Kaupin á Mohammed Kudus eru stór en félagið var næstum því búið að kaupa Morgan Gibbs-White frá Nottingham Forest áður en það endaði í fíaskói. Son er farinn og hann kvaddi sem goðsögn eftir að hafa lyft bikar á síðasta tímabili.
It’s been a journey.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 6, 2025
The ULTIMATE Heung-Min Son compilation! ???? pic.twitter.com/Xt0JdAZoVE
Komnir:
Mohammed Kudus frá West Ham - 54,5 milljónir punda
Mathys Tel frá Bayern München - 30 milljónir punda
Kevin Danso frá Lens - 21 milljón punda
Luka Vuskovic frá Hadjuk Split - 12 milljónir punda
Kota Takai frá Kawasaki Frontale - 5 milljónir punda
João Palhinha frá Bayern München - Á láni
Bryan Gil frá Girona - Var á láni
Manor Salomon frá Leeds - Var á láni
Farnir:
Son Heung-min til Los Angeles FC - 19,5 milljónir punda
Pierre-Émile Höjbjerg til Marsille - 17 milljónir punda
Mikey Moore til Rangers - Á láni
Timo Werner til RB Leipzig - Var á láni
Fraser Forster - Samningur rann út
Sergio Reguilón - Samningur rann út
Líklegt byrjunarlið

Þrír lykilmenn:
Micky van de Ven er stórkostlegur miðvörður sem hefur verið fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðustu árin. Hraði hans hefur verið lykilþáttur í því að Tottenham hefur getað spilað með gríðarlega háa línu og var hans sárt saknað á meðan hann var í meiðslum á síðasta tímabili. Það verður algjört lykilatriði að hann og Romero haldist sem mest heilir á komandi keppnistímabili.
Cristian Romero er félagi Van de Ven í hjarta varnarinnar en hann missti líka af talsvert miklu vegna meiðsla á síðasta tímabili. Maður sá það í úrslitaleik Evrópudeildarinnar hversu mikilvægur hann er fyrir lið Spurs. Hann er algjör stríðsmaður og er grjótharður. Hann er leikmaður sem þú elskar að hafa í þínu liði en hatar að spila á móti. Það er ekki langt síðan hann varð heimsmeistari með landsliði Argentínu.
Mohammed Kudus eru stóru kaup Tottenham í félagaskiptaglugganum hingað til. Hann var keyptur frá West Ham fyrir tæpar 55 milljónir punda. Það er gríðarlegur kraftur í Kudus og hann verður að eiga gott fyrsta tímabil, sérstaklega í ljósi þess að James Maddison mun missa af mestöllu tímabilinu vegna meiðsla og þá er Dejan Kulusevski á meiðslalistanum fyrstu vikur tímabilsins. Kudus þarf því að taka mikla ábyrgð strax í sóknarleik Lundúnafélagsins.
Fylgist með: Sænski miðjumaðurinn Lucas Bergvall kom til Tottenham fyrir síðasta tímabil en hann hafnaði Barcelona til að ganga í raðir Spurs. Hann fékk líklega stærra hlutverk á síðustu leiktíð en hann bjóst við en hann spilaði alls 45 leik og skoraði eitt mark. Bergvall hefur alla burði til að verða virkilega góður leikmaður en hann tók mikil skref fram á við á síðasta tímabili og sýndi að það er mikið spunnið í hann sem leikmann. Núna er hann að fara í sitt annað tímabil á Englandi og er þessi 19 ára gamli leikmaður svo sannarlega leikmaður til að fylgjast með. Það verður líka mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig Joao Palhinha kemur inn á miðjuna hjá Tottenham eftir að hafa átt erfiðan tíma með Bayern München. Þegar hann spilaði með Fulham fyrir nokkrum árum var hann einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í sínu hlutverki, að brjóta upp spil andstæðingana, og hann ætti að geta verið virkilega góður fyrir Tottenham ef hann finnur sjálfstraustið aftur.
Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan fyrir Tottenham væri sú að liðið endi í topp fimm og komist aftur í Meistaradeildina, leikmenn haldist heilir og liðið taki skref fram á við undir stjórn Thomas Frank. Það vinnist jafnvel eins og einn bikar líka. Versta niðurstaðan sú að Spurs endi um miðja deild eða rétt fyrir neðan miðja deild, það verði áfram meiðsli í hópnum og engin bikar vinnist.
Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir