Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 10. ágúst 2025 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tapaði gegn Vestra á Ísafirði í dag. Liðið var með 2-1 forystu en Vestri jafnaði og sigurmarkið kom í uppbótatíma. Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara Fram, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  2 Fram

„Gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við vera góðir í dag, mikið með boltann, sköpum mikið af færum og skorum tvö mörk. Eins og ávalt er með Vestra þá gefast þeir aldrei upp og þeir bíða eftir sínum tækifærum og nota þau vel," sagði Rúnar.

„Það eina sem ég er ósáttur við í okkar leik eru þessu þrjú mörk sem við fáum á okkur því það var svo margt sem við hefðum getað gert betur í aðdragandanum á þeim öllum. Tala nú ekki um síðasta markið þar sem við erum að flýta okkur að koma boltanum í leik. Það er jákvætt að því leytinu til að við vildum fara upp völlinn og skora sigurmarkið. Þá flýtum við okkur aðeins af stað og gefum boltann frá okkur og upp úr því skora þeir sigurmarkið. Það var óþarfi að tapa þessu, mér fannst Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið."

Næsti leikur liðsins er gegn KR á heimavelli.

„Við erum spenntir. Við erum búnir að vera á fínu skriði. Við vorum ekki búnir að tapa síðan 2. júní, það hlaut að koma að því og því miður kom það hér á móti liði sem við erum að berjast við í efri hlutanum í augnablikinu. Það er fljótt að breytast, KR á heimavelli verður gaman, það er krefjandi leikur fyrir okkur og vonandi krefjandi leikur fyrir þá líka," sagði Rúnar.
Athugasemdir