Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Orri Sigurður um fyrri hálfleikinn: Vesen á móti sólinni - Jaðarsólin erfið
Túfa: Þegar þú hleypur maraþon þá gefuru í undir lokin
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Þorlákur: Hélt að þetta væri að sigla í jafntefli
Rúnar: Fram heilt yfir miklu betra fótboltalið
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Alli Jói: Seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur
Venni: Jöfnunarmarkið gjörsamlega kolólöglegt
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
   sun 10. ágúst 2025 19:54
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Eins og menn væru í krummaskóm
Sáttur með hugarfar sinna manna.
Sáttur með hugarfar sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Í fyrsta lagi bara leikur sem að bauð uppá mikið. Fullt af færum, eigum 19 skot og með mjög hátt xG - 3,5 eða eitthvað. En það var svona eins og menn væru í krummaskóm og einhvernveginn fór boltinn ekki inn og markmaðurinn þeirra varði vel. En það er bara þannig að ef að þú heldur áfram að gera hluti vel og hefur trúna á því, að þá dettur þetta oft með þér. Sem betur fer datt þetta inn í lokin, því að það var farið að líta þannig út að þetta gæti fyrir 0-0,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur á ÍBV í Bestu-deild karla í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 ÍBV

Urmull af marktækifærum fór í súginn og 1-0 gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum. KA liðið var talsvert meira með boltann, en fremstu menn ÍBV voru ávallt ógnandi með hraða sínum og krafti.

„Við erum meira með boltann í fyrri hálfleik, held við séum 68% með hann. En mér fannst þeir samt hættulegir, því að við vorum ofarlega og mér fannst við ekki alltaf vera í góðu jafnvægi þegar við misstum boltann og ÍBV bara gera þetta vel. Þeir verjast vel, þéttir í 4-4-2 og svo eru þeir með stórhættulega menn frammi. Eru með ofboðslegan hraða og hafa bara sýnt það í deildinni að þeir eru erfitt lið og ég held að þeirra leikplan hafi gengið að mestu leyti upp í dag og svo hjálpaði markmaðurinn líka mjög vel,'' sagði Hallgrímur.

Með sigrinum stökk KA einu stigi upp fyrir ÍBV og sitja nú 7. sæti deildarinnar. Þeir hljóta að horfa upp fyrir sig núna - eða hvað?

„Ég sagði einhverntímann að við horfum í allar áttir - norður, suður, austur, vestur! Þetta er svo jafnt. Við erum bara ánægðir á þeim stað sem við erum. Mér fannst við spila að mörgu leyti mjög vel í dag, ef við skorum fleiri mörk þá væri maður hæstánægður,'' sagði Hallgrímur.

Eftir brösuga byrjun, sem er orðinn árlegur viðburður á Brekkunni, þá er allt annað að sjá KA liðið. Það eru margir samverkandi þættir sem að þar spila inní, segir Hallgrímur.

„Já við í KA elskum að byrja mótin illa! Það er ekkert launungarmál að við misstum leikmenn í byrjun móts og vorum ekki á alveg nógu góðum stað þegar við byrjum. Við lentum í rosa miklum meiðslum á undirbúningstímabilinu, áttum bara mjög erfitt og fengum menn seint inn. Þannig að ég held að við höfum bara vaxið sem lið og orðnir betri í því sem að við viljum gera.''

Hann hélt áfram:

„Mér finnst vera smá hugarfarsbreyting hjá okkur líka. Menn áttuðu sig á því að menn þyrftu að leggja sig 100% fram, alveg sama hvað liðið heitir. Menn eru búnir að vinna vel í sínum málum og við erum búnir að fá flotta leikmenn inn, stjórnin gerir vel þar. Við höfum bara haldið haus, einbeittir að því sem að við getum gert og þannig vaxið. Ég sagði við strákana eftir Evrópuleikina að ef þið haldið að við séum eitthvað voðalega góðir og slaka á 2-3% að þá er þetta fljótt að breytast,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Jóan Símun Edmundsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
17. Birnir Snær Ingason
21. Mikael Breki Þórðarson
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson

Byrjunarlið ÍBV:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Mattias Edeland
10. Sverrir Páll Hjaltested
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor
42. Elvis Bwomono
Athugasemdir
banner
banner