Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
   fös 08. ágúst 2025 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Lengjudeildin
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við alltaf betri í þessum leik," sagði Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Leiknismenn komust í 2-0 í byrjun leiks, en Grindvíkingar náðu að snúa því við og taka sigurinn. Adam skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Þið lendið 2-0 undir snemma, var það sjokk?

„Ég held að það sé ekkert hægt að henda í Grindvíkinga núna sem mætti teljast 'sjokk'. Við höfum dílað við allt sem hægt er að díla við á þessu ári og því síðasta. Þetta var ekkert sjokk, það var áfram með þetta."

Um sinn leik sagði Adam: „Bara frábært. Ég var í vafa um það hvort ég gæti spilað í upphitun. Ég var að drepast í hnénu. Svo bara nóg af hitakremi og jákvæðni. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig og þegar þetta smellur, þá smellur þetta. Við héldum bara áfram."

Fannstu ekkert fyrir þessum meiðslum í leiknum?

„Ég skora mark og þá gleymir maður því. Ég vissi að þetta væri ekkert alvarlegt. Bara högg eftir síðasta leik. Boginn gerir manni enga greiða líkamlega. En bara áfram með þetta," sagði Adam.

Líður mjög vel í Grindavík
Adam Árni var keyptur í Grindavík þegar jarðhræringar voru að hefjast í bænum undir lok árs 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Þrótti Vogum. Hann hefur gengið í gegnum mikið með liðinu sem er núna byrjað að spila aftur í Grindavík.

„Það er bara frábært. Þó við getum ekki æft hérna á veturnar, þá er geggjað að koma hingað. Okkur líður hvergi betur. Vonandi förum við að taka heimasigrana núna. Okkur líður best í Grindavík," segir Adam.

Eitthvað hefur verið rætt um áhuga úr Bestu deildinni á fyrirliða Grindvíkinga, var hann meðal annars orðaður við ÍBV á dögunum. Honum líður hins vegar mjög vel í Grindavík en hann er núna búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Mér líður mjög vel í Grindavík og með það hlutverk sem ég er með. Þetta er Ísland og það þekkja allir alla. Ég er leikmaður Grindavíkur," sagði Adam og bætti við að lokum:

„Þetta er miklu meira en fótbolti. Ég er stoltur að fá að taka þátt í þessu og leiða strákana inn á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner