Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   fös 08. ágúst 2025 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Lengjudeildin
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við alltaf betri í þessum leik," sagði Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Leiknismenn komust í 2-0 í byrjun leiks, en Grindvíkingar náðu að snúa því við og taka sigurinn. Adam skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Þið lendið 2-0 undir snemma, var það sjokk?

„Ég held að það sé ekkert hægt að henda í Grindvíkinga núna sem mætti teljast 'sjokk'. Við höfum dílað við allt sem hægt er að díla við á þessu ári og því síðasta. Þetta var ekkert sjokk, það var áfram með þetta."

Um sinn leik sagði Adam: „Bara frábært. Ég var í vafa um það hvort ég gæti spilað í upphitun. Ég var að drepast í hnénu. Svo bara nóg af hitakremi og jákvæðni. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig og þegar þetta smellur, þá smellur þetta. Við héldum bara áfram."

Fannstu ekkert fyrir þessum meiðslum í leiknum?

„Ég skora mark og þá gleymir maður því. Ég vissi að þetta væri ekkert alvarlegt. Bara högg eftir síðasta leik. Boginn gerir manni enga greiða líkamlega. En bara áfram með þetta," sagði Adam.

Líður mjög vel í Grindavík
Adam Árni var keyptur í Grindavík þegar jarðhræringar voru að hefjast í bænum undir lok árs 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Þrótti Vogum. Hann hefur gengið í gegnum mikið með liðinu sem er núna byrjað að spila aftur í Grindavík.

„Það er bara frábært. Þó við getum ekki æft hérna á veturnar, þá er geggjað að koma hingað. Okkur líður hvergi betur. Vonandi förum við að taka heimasigrana núna. Okkur líður best í Grindavík," segir Adam.

Eitthvað hefur verið rætt um áhuga úr Bestu deildinni á fyrirliða Grindvíkinga, var hann meðal annars orðaður við ÍBV á dögunum. Honum líður hins vegar mjög vel í Grindavík en hann er núna búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Mér líður mjög vel í Grindavík og með það hlutverk sem ég er með. Þetta er Ísland og það þekkja allir alla. Ég er leikmaður Grindavíkur," sagði Adam og bætti við að lokum:

„Þetta er miklu meira en fótbolti. Ég er stoltur að fá að taka þátt í þessu og leiða strákana inn á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner