Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 10. ágúst 2025 22:44
Anton Freyr Jónsson
Jökull um dómgæsluna í kvöld - „Víkingar fá að kalla dómara svindlara og að það sé herferð gegn félaginu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er kátur með stigin og miklu kátari með hugarfarið og frammistöðuna, mér fannst hún stórkostleg." sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 4-2 sigurinn á Víking í Bestu deild karla í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Stjarnan

„Mér fannst Víkingarnir sterkari fyrsta korterið, komu mjög kraftmiklir inn eins og við áttum von á og við þurftum að standa það af okkur og við gerðum það og eftir þetta jafnaðist þetta og mér fannst við bara sterkari aðilinn og við áttum skilið að vinna þannig ég er mjög ánægður."

„Mér fannst við fara með verðskuldað forskot inn í hálfleikinn og seinni hálfleikurinn var eins og hann var en mér fannst við bara sterkir og hugarfarið var frábært."


jökull Elísabetarson var allt annað en sáttur með dómgæsluna í Víkinni í kvöld. 

„Mér fannst ekkert samræmi. Mér fannst hún bara glórulaus. Ég skil ekki alveg hvað gerðist þarna og gulu spjöldin sem við fengum var ekki í neinum takti við leikinn. Það var ekki dæmt ein bakhrinding í fyrri hálfleik þrátt fyrir mjög augljósar bakhrindingart útum allan völl og svo kemur ein bakhrinding og þá er víti og rautt og ég á eftir að sjá hvort hann hafi verið inn í teig eða ekki."

„Ef það er bakhrinding þá er ég alveg sammála því en þá vill ég bara fá það sama hinumegin svo er annað víti þar sem að boltinn er bara búin að fara af auglýsingaskiltinu þegar hann dæmir það og ég bara skil ekki neitt annað en það Víkingar fá að kalla dómara svindlara og tala um að það sér herferð gegn félaginu og aganefndin gerir ekki neitt og auðvitað verður þetta þá svona og hrós til þeirra að vera búnir að átta sig á þessum veikleika í kerfinu. Dómarar eru mannlegir og ég held að enginn af þeim vilja fara af vellinum og eiga þá von að vera kallaðir svindlarar og óheiðarlegir og að því leiti er þetta bara eðlilegt."


Athugasemdir
banner