
„Við erum náttúrulega ekki ánægðir með frammistöðuna. Ánægðir með stigið, en heilt yfir ekki nógu sáttir.'' Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir 3-3 jafntefli gegn Fjölnir í 16. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍR 3 - 3 Fjölnir
Tveir finnskir dómarar dæmdu leikinn í dag.
„Það þurfti einhver að dæma þennan leik. Mér fannst Gunnar reyndar vera vælandi allan leikinn, en það er önnur saga,''
ÍR mætti hér fallbaráttu sætis Fjölnismönnum en náðu aðeins að taka 1 stig á heimavelli.
„Mér fannst frammistaðan ekki góð. Mér fannst við vera á svona 70-80% ákefð í því sem við vorum að gera. Þetta var úr karakter fannst mér.''
ÍR tapar efsta sætinu fyrir Njarðvík sem sigraði sinn leik.
„Ég er nú ekki mikið að spá í því. Ég er meira að spá í hvað við erum að gera. Ég get ekki stjórnað hvernig hinir leikirnir fara,''
Þrátt fyrir að vera núna í öðru sæti, þá má segja að ÍR hefur komið vel á óvart í ár.
„Tímabili hefur er búið að vera mjög gott. Núna er svona skemmtilegasti tíminn á tímabilinu að fara hefjast, núna þurfum við að fara gíra okkur upp í alvöru dæmi.'' segir Jóhann Birnir
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.