Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 10. ágúst 2025 18:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Hver einasti leikur spilast nánast eins og úrslitaleikur í bikar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann dramatískan endurkomusigur gegn Fram á Ísafirði í dag. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  2 Fram

„Tilfinningin eftir leikinn er algjörlega frábær. Við lendum tvisvar undir og sýndum gríðarlega mikinn karakter, vinnusemi og vilja. Í fyrri hálfleik var eitthvað orkuleysi í okkur og jafnvel Frömurum líka."

„Á einhverjum kafla í fyrri hálfleik var þetta ekki hálf skemmtilegt á að horfa en heilt yfir ótrúlega skemmtilegur leikur, mikið af færum. Mér leið eins og það hafi verið 15 skot á bæði mörkin. Framararnir fá urmul af hornspyrnum og við þurftum að verjast vel. Ég er svolítið ósáttur með mörkin sem við fáum á okkur, voru pínu ódýr, allavega annað markið."

Vestri mætir Stjörnunni í næstu umferð. Vestri er í 4. sæti með einu stigi meira en Stjarnan sem á leik til góða gegn Víkingi á eftir.

„Nánast hver einasti leikur í þessari deild spilast eins og úrslitaleikur í bikar því það er mikið undir og einn sigur kemur liðunum á þægilegri stað og eitt tap kemur þeim aftur á móti í gríðarlega óþægilega stöðu. Við sáum það á leiknum í dag að spennustigið var hátt. Það orsakaðist í gæðum leiksins á köflum. Heilt yfir ótrúlega skemmtilegur leikur og gaman að það sé mikið undir. Skemmtilegt uppsetning á mótinu þegar þetta er svona, sérstaklega þegar deildin er svona jöfn," sagði Davíð Smári.
Athugasemdir