Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 08. september 2019 19:19
Mist Rúnarsdóttir
Arna Sif: Hittum markmanninn fyrst í dag
Kvenaboltinn
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar skrítinn leikur. Mér fannst alveg merkilegt að við skyldum vera 2-0 undir í hálfleik þar sem við vorum miklu betri aðilinn þar. Vorum bara ekki að nýta færin okkar og þær komast sirka tvisvar sinnum inn fyrir okkur og skora tvö mörk. Svo vorum við frekar slakar í seinni hálfleik og þær gengu á lagið og unnu bara sanngjarnan sigur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 4-0 tap gegn KR á útivelli.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Þór/KA

Þór/KA fékk þónokkuð af marktækifærum í leiknum en gekk ekkert að skora. Fyrirliðinn telur að sjálfstraustið geti spilað þar inn í.

„Það hefur gengið erfiðlega að skora og við virðumst þurfa ansi mörg færi til að skora mark. Eigum við ekki að segja að þetta sé sjálfstraustið eða eitthvað svoleiðis? Við erum alveg að koma okkur í ágætisstöður en erum ekki að koma boltanum í markið.“

Aðspurð um síðustu tvo leiki mótsins svaraði Arna:
„Það eina sem maður getur gert í þessari stöðu er að halda áfram. Við megum svekkja okkur í dag og svo er bara nýr dagur á morgun og við verðum að klára þetta mót með sæmd.“

Það vakti athygli að Elian Domingo var mætt í markið hjá Þór/KA en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Elian hefur spilað með Sindra í 2. deildinni í sumar, nú síðast í gær þar sem hún hélt hreinu gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

„Bryndís er búin að vera hálf í allt sumar og þetta er búið að vera erfitt fyrir hana. Við þurftum að bregðast við því og það var líka erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að sækja sér markmann svona seint á tímabilinu og það var staðfest kl.21 í gærkvöldi að Elian kæmi. Við hittum hana fyrst í dag og það var erfitt en hún stóð sig þokkalega.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Örnu Sif í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner