Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   sun 08. september 2019 19:19
Mist Rúnarsdóttir
Arna Sif: Hittum markmanninn fyrst í dag
Kvenaboltinn
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar skrítinn leikur. Mér fannst alveg merkilegt að við skyldum vera 2-0 undir í hálfleik þar sem við vorum miklu betri aðilinn þar. Vorum bara ekki að nýta færin okkar og þær komast sirka tvisvar sinnum inn fyrir okkur og skora tvö mörk. Svo vorum við frekar slakar í seinni hálfleik og þær gengu á lagið og unnu bara sanngjarnan sigur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 4-0 tap gegn KR á útivelli.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Þór/KA

Þór/KA fékk þónokkuð af marktækifærum í leiknum en gekk ekkert að skora. Fyrirliðinn telur að sjálfstraustið geti spilað þar inn í.

„Það hefur gengið erfiðlega að skora og við virðumst þurfa ansi mörg færi til að skora mark. Eigum við ekki að segja að þetta sé sjálfstraustið eða eitthvað svoleiðis? Við erum alveg að koma okkur í ágætisstöður en erum ekki að koma boltanum í markið.“

Aðspurð um síðustu tvo leiki mótsins svaraði Arna:
„Það eina sem maður getur gert í þessari stöðu er að halda áfram. Við megum svekkja okkur í dag og svo er bara nýr dagur á morgun og við verðum að klára þetta mót með sæmd.“

Það vakti athygli að Elian Domingo var mætt í markið hjá Þór/KA en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Elian hefur spilað með Sindra í 2. deildinni í sumar, nú síðast í gær þar sem hún hélt hreinu gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

„Bryndís er búin að vera hálf í allt sumar og þetta er búið að vera erfitt fyrir hana. Við þurftum að bregðast við því og það var líka erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að sækja sér markmann svona seint á tímabilinu og það var staðfest kl.21 í gærkvöldi að Elian kæmi. Við hittum hana fyrst í dag og það var erfitt en hún stóð sig þokkalega.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Örnu Sif í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir