Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 08. september 2019 19:19
Mist Rúnarsdóttir
Arna Sif: Hittum markmanninn fyrst í dag
Kvenaboltinn
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar skrítinn leikur. Mér fannst alveg merkilegt að við skyldum vera 2-0 undir í hálfleik þar sem við vorum miklu betri aðilinn þar. Vorum bara ekki að nýta færin okkar og þær komast sirka tvisvar sinnum inn fyrir okkur og skora tvö mörk. Svo vorum við frekar slakar í seinni hálfleik og þær gengu á lagið og unnu bara sanngjarnan sigur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 4-0 tap gegn KR á útivelli.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Þór/KA

Þór/KA fékk þónokkuð af marktækifærum í leiknum en gekk ekkert að skora. Fyrirliðinn telur að sjálfstraustið geti spilað þar inn í.

„Það hefur gengið erfiðlega að skora og við virðumst þurfa ansi mörg færi til að skora mark. Eigum við ekki að segja að þetta sé sjálfstraustið eða eitthvað svoleiðis? Við erum alveg að koma okkur í ágætisstöður en erum ekki að koma boltanum í markið.“

Aðspurð um síðustu tvo leiki mótsins svaraði Arna:
„Það eina sem maður getur gert í þessari stöðu er að halda áfram. Við megum svekkja okkur í dag og svo er bara nýr dagur á morgun og við verðum að klára þetta mót með sæmd.“

Það vakti athygli að Elian Domingo var mætt í markið hjá Þór/KA en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Elian hefur spilað með Sindra í 2. deildinni í sumar, nú síðast í gær þar sem hún hélt hreinu gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

„Bryndís er búin að vera hálf í allt sumar og þetta er búið að vera erfitt fyrir hana. Við þurftum að bregðast við því og það var líka erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að sækja sér markmann svona seint á tímabilinu og það var staðfest kl.21 í gærkvöldi að Elian kæmi. Við hittum hana fyrst í dag og það var erfitt en hún stóð sig þokkalega.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Örnu Sif í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner