Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 08. september 2019 19:19
Mist Rúnarsdóttir
Arna Sif: Hittum markmanninn fyrst í dag
Kvenaboltinn
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Arna Sif og félagar máttu sætta sig við tap gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar skrítinn leikur. Mér fannst alveg merkilegt að við skyldum vera 2-0 undir í hálfleik þar sem við vorum miklu betri aðilinn þar. Vorum bara ekki að nýta færin okkar og þær komast sirka tvisvar sinnum inn fyrir okkur og skora tvö mörk. Svo vorum við frekar slakar í seinni hálfleik og þær gengu á lagið og unnu bara sanngjarnan sigur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, eftir 4-0 tap gegn KR á útivelli.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 Þór/KA

Þór/KA fékk þónokkuð af marktækifærum í leiknum en gekk ekkert að skora. Fyrirliðinn telur að sjálfstraustið geti spilað þar inn í.

„Það hefur gengið erfiðlega að skora og við virðumst þurfa ansi mörg færi til að skora mark. Eigum við ekki að segja að þetta sé sjálfstraustið eða eitthvað svoleiðis? Við erum alveg að koma okkur í ágætisstöður en erum ekki að koma boltanum í markið.“

Aðspurð um síðustu tvo leiki mótsins svaraði Arna:
„Það eina sem maður getur gert í þessari stöðu er að halda áfram. Við megum svekkja okkur í dag og svo er bara nýr dagur á morgun og við verðum að klára þetta mót með sæmd.“

Það vakti athygli að Elian Domingo var mætt í markið hjá Þór/KA en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Elian hefur spilað með Sindra í 2. deildinni í sumar, nú síðast í gær þar sem hún hélt hreinu gegn Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.

„Bryndís er búin að vera hálf í allt sumar og þetta er búið að vera erfitt fyrir hana. Við þurftum að bregðast við því og það var líka erfitt fyrir okkur. Það er erfitt að sækja sér markmann svona seint á tímabilinu og það var staðfest kl.21 í gærkvöldi að Elian kæmi. Við hittum hana fyrst í dag og það var erfitt en hún stóð sig þokkalega.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Örnu Sif í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner