Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Benzema eins og Ronaldo fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Karim Benzema er búinn að skora 50 Meistaradeildarmörk fyrir Real Madrid. Hann er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn sögunnar í Meistaradeildinni, aðeins Ronaldo, Messi og Raul eru á undan honum.

Benzema skoraði tvö í 6-0 sigri Galatasaray á miðvikudag. Brasilíumaðurinn efnilegi Rodrygo skorað þrennu í leiknum.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hrósaði Benzema eftir leikinn og setur hann á sama stall og Cristiano Ronaldo í sögu spænska stórveldisins.

„Tölurnar tala sínu máli," sagði Zidane eftir sigurinn á Galatasaray.

„Það fólk sem fylgist vel með fótbolta veit hversu miklum gæðum hann býr yfir. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið."

„Ég er mjög ánægður fyrir hönd Karim. Hann er búinn að taka fram úr goðsögn eins og Alfredo Di Stefano (sem skoraði 49 mörk í Evrópukeppni)."

„Hann er núna eins og Cristiano Ronaldo í sögu þessa félags."

Benzema er hógvær og segist ekki vera goðsögn.

„Ég er engin goðsögn. Þegar ég skrifaði undir hjá félaginu þá bjóst ég aldrei við því að komast á þennan stað. Ég er mjög ánægður."

Hinn 31 árs gamli Benzema gekk í raðir Real Madrid frá Lyon fyrir 10 árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner