Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Ferdinand sá Ronaldo fara nýjar leiðir
Ronaldo og Ferdinand fagna marki.
Ronaldo og Ferdinand fagna marki.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segist ekki vera hissa á því að Cristiano Ronaldo sé ennþá í fremstu röð í heiminum 34 ára gamall.

Ferdinand segir að Ronaldo hafi ungur að árum fengið starfsfólk til að hjálpa sér við alla þætti til að ná í fremstu röð.

„Hann er 34 ára núna, hann er ennþá á toppnum og hefur verið einn af tveimur bestu leikmönnum í heimi í meira en áratug," sagði Ferdinand.

„Hann var einn af þeim fyrstu sem ég sá fjárfesta í starfsliði. Ég fór einu sinni heim til hans og sá 10 aðila í forstofunni. Ég sagði 'Hvaða fólk er þetta? Hvað er í gangi?"

„Hann sagði 'Þetta er kokkurinn minn, sjúkraþjálfarinn, þarna er læknirinn og þarna er einkaþjálfarinn minn.' Hann fór frá Man United sem besti leikmaður í heimi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner