Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 08. nóvember 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir verður aðalþjálfari og Sigurvin aðstoðarþjálfari
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vitum öll hvað Heimir gerði síðast þegar hann var hjá FH, það var ótrúlegur árangur. Hann er hungraður, við erum hungraðir og ég held að þetta passi svakalega vel saman," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH eftir að Heimir Guðjónsson gerði þriggja ára samning um þjálfun liðsins í kvöld.


„Ég vissi að honum yrði tekið hrikalega vel og það var gaman að sjá mætinguna. Það var fullur salur og geggjuð stemmning í kvöld. Nú þurfum við að halda áfram að vinna í okkar málum og sjá til þess að stuðningsmenn hafi enga ástæðu til að gefast upp á okkur."

Davíð Þór tikynnti í Kaplakrika í kvöld að ljóst væri að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur hjá félaginu en FH hafði haldið því opnu að hann sneri aftur ef hann tæki á sínum málum í kjölfar ölvunaraksturs. Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH hélt því síðast opnu í viðtali við 433.is í dag að Eiður gæti snúið aftur.

„Við erum búnir að vera í sambandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er mjög gott milli Eiðs og FH og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að við ætluðum ekki að halda því samstarfi áfram. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, Eiður er ótrúlegur fótboltaheili og ég vil meina að hann sé mikill FH-ingur."

Heimir gerði þriggja ára samning við FH í kvöld og Sigurvin Ólafsson er fyrir með tveggja ára samning. Er starfsskipanin þannig að Heimir verður aðalþjálfari og Venni aðstoðarþjálfari?

„Já, ég trúi reyndar ekki á orðið aðstoðarþjálfari," sagði Davíð. „Heimir er aðalþjálfari og Venni er þjálfari. Þeir vinna þetta mikið saman en það er þannig að Heimir er númer 1."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar um Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson sem framlengdu við félagið og Matthías Vilhjálmsson sem er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst."

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur er líklega að ganga í raðir FH. Hvenær verður það klárað?

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það."


Athugasemdir