Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 08. nóvember 2022 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Davíð: Sameiginleg ákvörðun með Eiði að halda samstarfi ekki áfram
Heimir verður aðalþjálfari og Sigurvin aðstoðarþjálfari
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Davíð Þór Viðarsson ræddi við Fótbolta.net í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við vitum öll hvað Heimir gerði síðast þegar hann var hjá FH, það var ótrúlegur árangur. Hann er hungraður, við erum hungraðir og ég held að þetta passi svakalega vel saman," sagði Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH eftir að Heimir Guðjónsson gerði þriggja ára samning um þjálfun liðsins í kvöld.


„Ég vissi að honum yrði tekið hrikalega vel og það var gaman að sjá mætinguna. Það var fullur salur og geggjuð stemmning í kvöld. Nú þurfum við að halda áfram að vinna í okkar málum og sjá til þess að stuðningsmenn hafi enga ástæðu til að gefast upp á okkur."

Davíð Þór tikynnti í Kaplakrika í kvöld að ljóst væri að Eiður Smári Guðjohnsen væri hættur hjá félaginu en FH hafði haldið því opnu að hann sneri aftur ef hann tæki á sínum málum í kjölfar ölvunaraksturs. Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar FH hélt því síðast opnu í viðtali við 433.is í dag að Eiður gæti snúið aftur.

„Við erum búnir að vera í sambandi undanfarnar vikur og mánuði. Það er mjög gott milli Eiðs og FH og það var sameiginleg ákvörðun hjá okkur að við ætluðum ekki að halda því samstarfi áfram. Svo veit maður aldrei hvað gerist í framtíðinni, Eiður er ótrúlegur fótboltaheili og ég vil meina að hann sé mikill FH-ingur."

Heimir gerði þriggja ára samning við FH í kvöld og Sigurvin Ólafsson er fyrir með tveggja ára samning. Er starfsskipanin þannig að Heimir verður aðalþjálfari og Venni aðstoðarþjálfari?

„Já, ég trúi reyndar ekki á orðið aðstoðarþjálfari," sagði Davíð. „Heimir er aðalþjálfari og Venni er þjálfari. Þeir vinna þetta mikið saman en það er þannig að Heimir er númer 1."

Nánar er rætt við Davíð í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar um Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson sem framlengdu við félagið og Matthías Vilhjálmsson sem er samningslaus.

„Við erum að tala saman og viljum ólmir halda Matta. Hann fór í frí eftir tímabilið og er að koma til baka úr því. Við höldum því spjalli áfram og reynum að klára það sem allra allra fyrst."

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur er líklega að ganga í raðir FH. Hvenær verður það klárað?

„Það er ekkert ákveðið. Við höfum áhuga á honum og mér finnst hann virkilega góður markvörður, ef það gerist þá gerist það og þið fáið pottþétt að vita það."


Athugasemdir
banner