Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Esther Júlía til Grindavíkur (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Grindavík hefur samið við Esther Júlíu Gustavsdóttur til næstu tveggja ára og mun hún verða markmaður liðsins á komandi tímabili.

Esther er 17 ára gömul og hefur verið viðloðandi yngri landsliðs Íslands. „Þarna er á ferðinni mjög efnilegur markmaður sem við í Grindavík höfum mikla trú á," segir í tilkynningu Grindavíkur.

Hún kemur til Grindavíkur frá uppeldisfélagi sínu Keflavík. Hún þekkir ágætlega til í Grindavík því hún lék tvo leiki með liðinu á láni tímabilið 2021.

„Ég er virkilega ánægður með að fá Esther Júlíu til liðs við okkur fyrir komandi tímabil. Hún er efnilegur markmaður og skemmtilegur karakter sem á eftir að reynast okkur vel sem aðalmarkmaður á komandi árum,“ segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Esther á að baki níu leiki með Kelfavík í Lengjubikarnum. Grindavík endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner