Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   sun 08. desember 2024 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Aftur vann Lazio lærisveina Conte - Empoli skoraði fjögur
Mikael Egill kom við sögu í jafntefli gegn Como
Mikael Egill kom við sögu í jafntefli gegn Como
Mynd: EPA
Lazio vann Napoli annan leikinn í röð er liðin mættust í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Rómarliðið kastaði Napoli út úr bikarnum á dögunum og fylgdi því vel á eftir með naumum sigri í Napolí.

Danski sóknarmaðurinn Gustav Isaksen skoraði eina mark leiksins á 79, mínútu með frábæru skoti úr teignum. Þetta var annað mark hans í deildinni á tímabilinu.

Lazio er með 31 stig í 5. sæti en Napoli missti af gullnu tækifæri til þess að komast aftur á toppinn. Liðið er nú með 32 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Atalanta.

Sebastiano Esposito skoraði tvö mörk á þremur mínútum í 4-1 sigri Empoli á Verona og þá gerðu Venezia og Como 2-2 jafntefli í Feneyjum.

Mikael Egill Ellertsson kom inn af bekknum hjá Venezia á 64. mínútu leiksins en BJarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður. Venezia er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 1 - 4 Empoli
0-1 Sebastiano Esposito ('16 )
0-2 Sebastiano Esposito ('19 )
0-3 Liberato Cacace ('32 )
1-3 Casper Tengstedt ('35 )
1-4 Lorenzo Colombo ('42 )

Napoli 0 - 1 Lazio
0-1 Gustav Isaksen ('79 )

Venezia 2 - 2 Como
1-0 Joel Pohjanpalo ('17 )
1-1 Antonio Candela ('50 , sjálfsmark)
1-2 Andrea Belotti ('57 )
2-2 Gaetano Oristanio ('70 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner