Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 09. janúar 2019 08:49
Arnar Helgi Magnússon
225 milljóna punda verðmiði á Eriksen
Powerade
Rándýr Eriksen
Rándýr Eriksen
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa. Endar hann hjá Chelsea?
Sagan endalausa. Endar hann hjá Chelsea?
Mynd: Getty Images
Perisic til Untied?
Perisic til Untied?
Mynd: Getty Images
Hér er hann mættur, daglegur slúðurpakki í boði Powerade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í ensku miðlunum í dag.


Chelsea er að ganga frá kaupunum á Gonzalo Higuain frá AC Milan. (Marca)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham hefur sett 225 milljóna punda verðmiða á Danann Christian Eriksen. Real Madrid hefur sýnt leikmanninum áhuga. (AS)

Fernando Llorente hefur verið boðið að fara til Athletic Bilbao en hann lék með liðinu á sínum tíma. (Mirror)

Rafael Alkorta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Athletic Bilbao hefur staðfest það að liðið vilji fá Ander Herrera aftur til sín en hann gekk í raðir Manchester United frá Bilbao árið 2014. (Cadena Ser)

Manchester United mun ekki kaupa Kalidou Koulibaly fyrr en í fyrsta lagi í sumar. (ESPN)

Inter Milan er reiðubúið að selja Ivan Perisic til Manchester United til þess að geta borgað Luka Modric almennileg laun. (Tuttosport)

Mauro Icardi, leikmaður Inter Milan er efstur á óskalista Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Hann vill sækja framherjann strax í janúar. (Mirror)

Joe Hart, markvörður Burnley er á óskalista Preston en liðið er í leit að markverði. (Sun)

Everton fylgist með Yacine Brahimi, leikmanni Porto en liðið sendi njósnara á leik Porto og Nacional á mánudaginn. Porto hafði betur, 3-1. (Mirror)

Chelsea vill einnig fá portúgalska framherjann Andre Silva sem er í eigu AC Milan en er á láni hjá Sevilla. Chelsea gæti sent Morata til Sevilla í staðinn fyrir Silva. (Sun)

Southampton er bjartsýnt á að krækja í Ademola Lookman, sóknarmann Everton. (Star)

Rafael Camacho, leikmaður Liverpool er á förum frá félaginu einungis nokkrum dögum eftir að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið. Sporting Lisbon er líklegur áfangastaður. (Talksport)

Tottenham skoðar það nú að fá Matt Doherty, leikmann Wolves en honum stendur til boða nýr samningur hjá Úlfunum. (Irish Independent)
Athugasemdir
banner
banner