Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   þri 09. apríl 2024 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Mér fannst leikplanið gott í byrjun leiks og mér fannst það ganga upp. Við lendum í mótlæti þegar Sveindís meiðist og það riðlar við planinu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur heldur einföld. Það er erfitt að halda hreinu gegn Þýskalandi en manni langar að þær hafi meira fyrir því en þessi mörk sem þær skora. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt og vinnuframlagið var upp á tíu."

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Auðvitað er maður drullusvekkt að tapa en mér fannst margir kaflar í okkar leik fínir. Eitthvað sem við getum tekið með okkur."

Eins og Glódís minnist á, þá fór Sveindís Jane meidd af velli í fyrri hálfleik eftir ljótt brot og það hafði mikil áhrif á liðið.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en þetta var frekar ljótt brot. Það þarf mikið til að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot."

„Ég er ánægð að við héldum áfram og reyndum að spila. Við hugsuðum í hálfleik að við gætum tekið skref áfram í okkar þróun þó að við myndum tapa þessum leik. Við héldum áfram og vorum hugrakkar. Við vorum að skapa færi allan leikinn. Það eru margir mínusar og margir plúsar."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Glódís vonar eins og við öll að meiðslin séu ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner
banner