Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   þri 09. apríl 2024 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Var viljandi og mér finnst þetta ógeðslega ljótt brot
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru blendnar tilfinningar. Mér fannst við á köflum vera góðar. Mér fannst leikplanið gott í byrjun leiks og mér fannst það ganga upp. Við lendum í mótlæti þegar Sveindís meiðist og það riðlar við planinu," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Mér fannst mörkin sem við fáum á okkur heldur einföld. Það er erfitt að halda hreinu gegn Þýskalandi en manni langar að þær hafi meira fyrir því en þessi mörk sem þær skora. Samt sem áður finnst mér liðið gefa allt og vinnuframlagið var upp á tíu."

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Auðvitað er maður drullusvekkt að tapa en mér fannst margir kaflar í okkar leik fínir. Eitthvað sem við getum tekið með okkur."

Eins og Glódís minnist á, þá fór Sveindís Jane meidd af velli í fyrri hálfleik eftir ljótt brot og það hafði mikil áhrif á liðið.

„Ég hef ekki séð þetta aftur en þetta var frekar ljótt brot. Það þarf mikið til að toga einhvern úr lið. Við vitum svo sem ekki alveg hvað gerðist en það þarf mikið til. Og þetta var viljandi. Mér fannst þetta ógeðslega ljótt brot."

„Ég er ánægð að við héldum áfram og reyndum að spila. Við hugsuðum í hálfleik að við gætum tekið skref áfram í okkar þróun þó að við myndum tapa þessum leik. Við héldum áfram og vorum hugrakkar. Við vorum að skapa færi allan leikinn. Það eru margir mínusar og margir plúsar."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en Glódís vonar eins og við öll að meiðslin séu ekki alvarleg.
Athugasemdir
banner