Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 09. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Ástbjörn: Ég ætlaði bara að vinna þennan leik
Ástbjörn Þórðarson
Ástbjörn Þórðarson
Mynd: Keflavík
Ástbjörn Þórðarson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Keflavík lagði Stjörnuna 2-0 suður með sjó. Afrakstur kvöldsins hjá Ástbirni er góð stoðsending á Kian Williams auk fjölmargra sigraðra einvígja út um allann völl. Ástbjörn mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

„Þetta var sætur sigur. Þetta var algjör liðssigur og karakter og var bara geggjað.“

Það segir ýmislegt um yfirferð Ástbjörns í leiknum að fréttaritari hélt að hann hefði byrjað í hægri bakverði en verið færður upp á hægri kantinn þegar líða fór á fyrri hálfleikinn en hann dúkkaði upp á ólíklegustu stöðum á vellinum og þá yfirleitt til að vinna boltann í góðum leikstöðum.

„Ég ætlaði bara að vinna þennan leik. Það kom ekkert annað til greina fyrir mig. Ég ætlaði ekki að fá á mig mark og ætlaði að hlaupa allann leikinn og gera allt til þess að vinna.“

Ástbjörn sem lék með fallliði Gróttu í Pepsi Max deildinni í fyrra þekkir deildina ágætlega, Hver finnst honum vera munurinn á liði Kefavíkur í ár á móti Gróttuliðinu í fyrra?

„Það er erfitt að segja en ég held að þetta lið sé tilbúnara fyrir þessa deild og það er bara ýmislegt á bakvið það sem mér finnst vera betra hérna. “

Sagði Ástbjörn en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner