Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 09. maí 2021 22:37
Sverrir Örn Einarsson
Ástbjörn: Ég ætlaði bara að vinna þennan leik
Ástbjörn Þórðarson
Ástbjörn Þórðarson
Mynd: Keflavík
Ástbjörn Þórðarson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Keflavík lagði Stjörnuna 2-0 suður með sjó. Afrakstur kvöldsins hjá Ástbirni er góð stoðsending á Kian Williams auk fjölmargra sigraðra einvígja út um allann völl. Ástbjörn mætti í viðtal til fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Stjarnan

„Þetta var sætur sigur. Þetta var algjör liðssigur og karakter og var bara geggjað.“

Það segir ýmislegt um yfirferð Ástbjörns í leiknum að fréttaritari hélt að hann hefði byrjað í hægri bakverði en verið færður upp á hægri kantinn þegar líða fór á fyrri hálfleikinn en hann dúkkaði upp á ólíklegustu stöðum á vellinum og þá yfirleitt til að vinna boltann í góðum leikstöðum.

„Ég ætlaði bara að vinna þennan leik. Það kom ekkert annað til greina fyrir mig. Ég ætlaði ekki að fá á mig mark og ætlaði að hlaupa allann leikinn og gera allt til þess að vinna.“

Ástbjörn sem lék með fallliði Gróttu í Pepsi Max deildinni í fyrra þekkir deildina ágætlega, Hver finnst honum vera munurinn á liði Kefavíkur í ár á móti Gróttuliðinu í fyrra?

„Það er erfitt að segja en ég held að þetta lið sé tilbúnara fyrir þessa deild og það er bara ýmislegt á bakvið það sem mér finnst vera betra hérna. “

Sagði Ástbjörn en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner