Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 09. maí 2023 22:04
Sverrir Örn Einarsson
Agla María: Svakalega sáttar með þetta
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði góða ferð suður með sjó í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í þriðju umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur í Keflavík urðu 6-0 Breiðablik í vil sem léku við hvern sinn fingur í liðinu og stóðu uppi sem verðskuldaðir sigurvegarar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Agla María Albertsdóttir mætti í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum og var að vonum ánægð með uppskeru dagsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  6 Breiðablik

„Við erum bara svakalega sáttar með þetta. Líka fínn nýr völlur og gott að vera á gervigrasinu. Ég var mjög sátt með spilamennsku okkar, var mjög gott þegar Andrea skoraði fyrsta markið sem að létti svolítið á þessu og fannst mér leikurinn allan tímann vera í okkar höndum.“ Sagði Agla um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Blikar komust yfir strax á fyrstu mínútu þegar Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði eftir 50 sekúndur. Það er svo sem alltaf markmið hjá liðum að skora snemma en var markmiðið að skora svona snemma?

„Já að sjáfsögðu. Mjög ánægjulegt þegar hún skoraði þarna og létti af okkur allri pressu. En það var aðallega gott fyrir okkur að ná að tengja saman sigurleiki og komast á smá skrið.“

Blikaliðið sem átti vonbrigða upphaf móts í tapi gegn Val hefur nú svarað fyrir það með tveimur sigrum á útivelli þar sem þær hafa gert níu mörk og ekki fengið á sig mark sem hlýtur að efla sjálfstraustið.

„Algjörlega, við vinnum á móti Tindastól á erfiðum útivelli. Við komum hingað til Keflavíkur þar sem við höfum ekki unnið síðustu ár og vinnum. Við erum að byrja mótið á erfiðum útileikjum sem við höfum ekkert endilega verið að vinna síðustu ár. Þetta er 50-50 leikur sem dettur Valsmegin í byrjun en síðan höfum við gert þetta mjög fagmannlega.“

Sagði Agla María en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir