Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. júní 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Portúgal mætir Hollandi í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á dagskrá í úrslitum Þjóðadeildarinnar í dag. England mætir Sviss í bronsleiknum og heimamenn í Portúgal spila við Holland í úrslitaleiknum.

Portúgal lagði Sviss að velli í undanúrslitum eftir að hafa unnið riðilinn sinn sem innihélt einnig Pólland og Ítalíu.

Holland hafði betur gegn Þýskalandi og Frakklandi í riðlinum og lagði England í undanúrslitum. Frábær árangur hjá nýrri kynslóð Hollendinga.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í keppnisleikjum á þessari öld og hafa Portúgalir unnið fjórum sinnum og einu sinni endaði með jafntefli. Hollendingar hafa aftur á móti unnið einn æfingaleik gegn Portúgal og gert tvö jafntefli.

Liðin mættust síðast í æfingaleik í mars í fyrra og vann Holland 0-3. Þar áður mættust liðin í æfingaleik 2013 og keppnisleik á EM 2012.

Sigurvegarinn vinnur sér inn sæti á EM 2020. Báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport.

Bronsleikur:
13:00 Sviss - England (Stöð 2 Sport)

Úrslitaleikur:
18:45 Portúgal - Holland (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner