Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. júní 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Defoe stígur sín fyrstu skref í þjálfun við hlið Gerrard
Heldur áfram að spila líka
Defoe fagnar marki í rigningunni í Skotlandi.
Defoe fagnar marki í rigningunni í Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Rangers í Skotlandi.

Samningurinn felur það í sér að Defoe mun koma inn í þjálfaralið Steven Gerrard. Hann verður bæði leikmaður og hluti af þjálfarateyminu.

Defoe, sem er 38 ára gamall, ætlar ekki að leggja skóna upp á hillu strax.

Defoe gekk í raðir Rangers árið 2019 og hann er glaður að fá tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í þjálfun hjá félaginu.

Rangers varð skoskur meistari á síðustu leiktíð undir stjórn Gerrard. Defoe skoraði sjö mörk í 20 keppnisleikjum á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner