Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 09. júní 2021 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjö Brassar á EM í sumar
Mynd: Getty Images
Það ríkir gríðarleg eftirvænting fyrir Evrópumótinu sem fer fram í sumar. EM 2020 átti að fara fram í fyrra en var frestað vegna Covid.

Öll sterkustu landslið Evrópu munu mætast í sumar og verður afar áhugavert að sjá hvaða lið enda í úrslitum.

Það er mikið af öflugum leikmönnum og sterkum leikmannahópum þar sem leikmenn eru með mismunandi bakgrunn. Það vekur þó athygli að sjö leikmenn eru brasilískir, þeir hafa öðlast ríkisborgararétt í löndunum sem þeir spila fyrir.

Þrir þeirra eru í ítalska landsliðshópnum og svo eiga Portúgalir, Spánverjar, Rússar og Úkraínumenn einnig Brassa.

Thiago Alcantara í Liverpool og Jorginho í Chelsea eru meðal Brassa Evrópumótsins.

Ítalía: Emerson Palmieri, Jorginho, Rafael Toloi

Portúgal: Pepe

Spánn: Thiago Alcantara

Rússland: Mario Fernandes

Úkraína: Marlos
Athugasemdir
banner
banner
banner