Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Jökull: Að geta gefið fólkinu okkar svona sigur í síðasta heimaleik er ómetanlegt
Eggert Aron sér um föstu leikatriði Stjörnunnar: Ég tók það að mér með stolti
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Arnar Gunnlaugs: Þynnka er svo léleg afsökun
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig
Birkir Már: Það var enginn að pæla í því að þeir hefðu skorað
Haukur Páll um framtíðina: Ég er ekki hættur í fótbolta
Heimir Guðjóns þarf kraftaverk: Evrópa er búin fyrir okkur
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Eiður Aron: Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur
Hallgrímur: Vantar upp á hugarfarið
Raggi Sig: Karaktersigur
Ómar Ingi segir afsökunarbeiðni dómara ekki duga
Hetjan í Úlfarsárdalnum: Draumur að spila fyrir Ragga
Hemmi Hreiðars: Þetta var upp á líf og dauða
Theodór Elmar: Vorum inn í hálfleik að hrauna yfir hvorn annan
Óskar Hrafn: Seinni hálfleikur var ekki okkur sæmandi
   fös 09. júní 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Willum mættur í landsliðið: Fannst vera kominn tími til
Icelandair
watermark Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður stefnir alltaf að þessu, að fá kallið og vera í hópnum," segir Willum Þór Willumsson sem er mættur í hópinn hjá A-landsliðinu fyrir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Willum, sem er 24 ára gamall, var lykilmaður í U21 landsliðinu sem fór á Evrópumótið 2021 en hann hefur hingað til ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu. Hann á einn leik að baki en það var vináttulandsleikur gegn Eistlandi árið 2019.

„Mér fannst vera kominn tími til (að fá kallið) og ég er mjög sáttur," segir Willum. „Það er fullt af góðum leikmönnum frá Íslandi og alltaf heiður að fá kallið. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir mjög léttir."

Það hefur nokkuð verið kallað eftir því síðustu mánuði að Willum verði kallaður upp í A-landsliðið og núna er það orðin raunin. Fannst honum eiga skilið að fá tækifæri fyrr?

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ákveðnum tímapunktum. Ég hef oft verið meiddur í kringum landsleikjahléin. Það hefur verið einu sinni eða tvisvar þar sem ég bjóst við kallinu en ekki fengið það. Það er bara eins og það er."

Það eru framundan mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal. „Slóvakíuleikurinn er sérstaklega mikilvægur leikur fyrir okkur og ég finn að menn eru peppaðir fyrir honum. Ég held að það verði mjög gaman að spila þessa leiki," sagði Willum en hann er tilbúinn að taka við hvaða hlutverki sem er í landsliðinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Willum ræðir um tímabilið sitt í Hollandi en hann er leikmaður Go Ahead Eagles í úrvalsdeildinni þar í landi.

Sjá einnig:
Hreifst mjög af Willum eftir að hafa séð hann spila gegn Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner