Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 09. júlí 2020 08:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Þurfum að passa okkur á Grealish
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að leikmenn liðsins verði að passa sig á Jack Grealish í leiknum gegn Aston Villa annað kvöld.

Solskjær er mikill aðdáandi Grealish og orðrómur er um að hann sé á óskalista United í sumar.

Grealish skoraði glæsilegt mark í 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í desember.

„Í síðasta leik náðu þeir að valda vandræðlum, Grealish vinstra megin og (Anwar) El Ghazi hægra megin," sagði Solskjær.

„Hann (Grealish) skoraði stórkostlegt mark. Það hefur margt verið sagt um hann og við þurfum að passa okkur á honum. Leikmenn sækja að honum og það skapar svæði fyrir aðra. Það er ekki bara einn maður í Villa, það eru margir."
Athugasemdir
banner