Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frederik Schram búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Val?
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson á landsliðsæfingu.
Ögmundur Kristinsson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram hefur verið í byrjunarliði Vals í öllum leikjum tímabilsins til þessa. Hann fékk hins vegar að líta rauða spjaldið í leiknum gegn KA í vikunni og verður í banni þegar Valur tekur á móti HK á sunnudag.

Ögmundur Kristinsson gekk í raðir Vals í síðasta mánuði og kom hann inn á þegar Frederik fékk rauða spjaldið. Frederik hélt sæti sínu í markinu þrátt fyrir komu Ögmunds þó að vitað væri að Frederik væri að yfirgefa Val eftir tímabilið.

Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

Srdjan Tufegdzic, Túfa, er nýr þjálfari Vals og var hans fyrsti leikur gegn KA. Í viðtali eftir leik var hann spurður hvort það hefði komið til greina að byrja með Ögmund í markinu í leiknum.

„Ég ætla ekk­ert að fara út í hvað við rædd­um inn­an okk­ar her­búða. Frederik er hörku markmaður og Ömmi er það líka. Ömmi er að koma til baka eft­ir smá hlé og er að koma sér aft­ur í topp­stand. Hann er geggjaður karakt­er og kem­ur mjög sterk­ur inn í kvöld, bæði sem markmaður og líka sem varn­ar­maður þegar við vor­um orðnir manni færri að taka sénsa. Það var mjög ánægju­legt að hafa Ögmund til taks í kvöld, hann er frá­bær markmaður," sagði Túfa við Aron Elvar Finnsson á mbl.is.

Markmannsstaða Vals var til umræðu í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.

„Það kemur mörgum á óvart að Ögmundur var ekki settur strax í markið um leið og hann kom," sagði Elvar Geir.

„Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því. Þegar ég sá þetta fyrst þá bjóst ég við því að Valur og Frederik myndu semja um starfslok eftir að Ömmi kom til félagsins. Svo kom Ömmi inn á og virkaði svolítið þungur, þung skref þegar hann hljóp inn á. Kannski er hann ekki í formi. Núna verður Ömmi að spila næsta leik og ef Ögmundur Kristinsson er góður í þeim leik, þá held ég að hann verði í markinu það sem eftir er af þessu tímabili," sagði fyrrum markmaðurinn og markmannsþjálfarinn Valur Gunnarsson.

„Það er ágætis byrjun að spila á móti HK, það eru ekki miklar líkur á orrahríð frá HK í þeim leik," sagði Elvar Geir.

Innkastið - Brotið mark og óútreiknanlegt liðsval
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner