Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 09. ágúst 2024 21:13
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur
Lengjudeildin
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir voru frábærir frá A til Ö," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem hrósaði sínum mönnum eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í toppslag Lengjudeildarinnar.

„Við vorum að koma okkur í góðar stöður og góð færi, það var vilji í liðinu. Þvílík frammistaða. Við lögðum þetta upp sem lykilleik sem við urðum að vinna og það var hugur í mönnum."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

ÍBV skoraði þrjú mörk í blálok fyrri hálfleiksins og var 4-0 yfir í hálfleik. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru með þeim ótrúlegri sem maður hefur séð í nokkurn tíma.

„Ég er hjartanlega sammála því. Maður vildi fá eitt í viðbót fyrir hlé en að fá þrjú það bara lokaði leiknum."

Hermann segir að stefna ÍBV sé að sjálfsögðu að ná efsta sætinu og komast beint upp, sleppa við umspilið.

„Ég held að öll liðin vilji það. Samt sem áður eru Fjölnismenn enn efstir og það er nóg eftir af mótinu. Það var stórt fyrir okkur að gera þetta spennandi núna fyrir síðustu umferðirnar. Við héldum góðu lífi í þessu."

Oliver Heiðarsson skoraði tvö mörk í kvöld og er markahæstur í deildinni, hann hefur verið rosalegt vopn fyrir ÍBV í sumar.

„Hann hefur verið alveg stórkostlegur. Ekki bara að hann sé að skora heldur líka vinnuframlagið. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og á þetta svo innilega skilið. Hann er frábær drengur, duglegur og alltaf tilbúinn að læra. Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur," segir Hermann.


Athugasemdir
banner
banner