Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 09. ágúst 2024 21:13
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur
Lengjudeildin
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir voru frábærir frá A til Ö," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem hrósaði sínum mönnum eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í toppslag Lengjudeildarinnar.

„Við vorum að koma okkur í góðar stöður og góð færi, það var vilji í liðinu. Þvílík frammistaða. Við lögðum þetta upp sem lykilleik sem við urðum að vinna og það var hugur í mönnum."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

ÍBV skoraði þrjú mörk í blálok fyrri hálfleiksins og var 4-0 yfir í hálfleik. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru með þeim ótrúlegri sem maður hefur séð í nokkurn tíma.

„Ég er hjartanlega sammála því. Maður vildi fá eitt í viðbót fyrir hlé en að fá þrjú það bara lokaði leiknum."

Hermann segir að stefna ÍBV sé að sjálfsögðu að ná efsta sætinu og komast beint upp, sleppa við umspilið.

„Ég held að öll liðin vilji það. Samt sem áður eru Fjölnismenn enn efstir og það er nóg eftir af mótinu. Það var stórt fyrir okkur að gera þetta spennandi núna fyrir síðustu umferðirnar. Við héldum góðu lífi í þessu."

Oliver Heiðarsson skoraði tvö mörk í kvöld og er markahæstur í deildinni, hann hefur verið rosalegt vopn fyrir ÍBV í sumar.

„Hann hefur verið alveg stórkostlegur. Ekki bara að hann sé að skora heldur líka vinnuframlagið. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og á þetta svo innilega skilið. Hann er frábær drengur, duglegur og alltaf tilbúinn að læra. Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur," segir Hermann.


Athugasemdir