Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 09. ágúst 2024 21:13
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur
Lengjudeildin
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir voru frábærir frá A til Ö," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem hrósaði sínum mönnum eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í toppslag Lengjudeildarinnar.

„Við vorum að koma okkur í góðar stöður og góð færi, það var vilji í liðinu. Þvílík frammistaða. Við lögðum þetta upp sem lykilleik sem við urðum að vinna og það var hugur í mönnum."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

ÍBV skoraði þrjú mörk í blálok fyrri hálfleiksins og var 4-0 yfir í hálfleik. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru með þeim ótrúlegri sem maður hefur séð í nokkurn tíma.

„Ég er hjartanlega sammála því. Maður vildi fá eitt í viðbót fyrir hlé en að fá þrjú það bara lokaði leiknum."

Hermann segir að stefna ÍBV sé að sjálfsögðu að ná efsta sætinu og komast beint upp, sleppa við umspilið.

„Ég held að öll liðin vilji það. Samt sem áður eru Fjölnismenn enn efstir og það er nóg eftir af mótinu. Það var stórt fyrir okkur að gera þetta spennandi núna fyrir síðustu umferðirnar. Við héldum góðu lífi í þessu."

Oliver Heiðarsson skoraði tvö mörk í kvöld og er markahæstur í deildinni, hann hefur verið rosalegt vopn fyrir ÍBV í sumar.

„Hann hefur verið alveg stórkostlegur. Ekki bara að hann sé að skora heldur líka vinnuframlagið. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og á þetta svo innilega skilið. Hann er frábær drengur, duglegur og alltaf tilbúinn að læra. Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur," segir Hermann.


Athugasemdir