Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fös 09. ágúst 2024 21:13
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur
Lengjudeildin
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir voru frábærir frá A til Ö," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem hrósaði sínum mönnum eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í toppslag Lengjudeildarinnar.

„Við vorum að koma okkur í góðar stöður og góð færi, það var vilji í liðinu. Þvílík frammistaða. Við lögðum þetta upp sem lykilleik sem við urðum að vinna og það var hugur í mönnum."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

ÍBV skoraði þrjú mörk í blálok fyrri hálfleiksins og var 4-0 yfir í hálfleik. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru með þeim ótrúlegri sem maður hefur séð í nokkurn tíma.

„Ég er hjartanlega sammála því. Maður vildi fá eitt í viðbót fyrir hlé en að fá þrjú það bara lokaði leiknum."

Hermann segir að stefna ÍBV sé að sjálfsögðu að ná efsta sætinu og komast beint upp, sleppa við umspilið.

„Ég held að öll liðin vilji það. Samt sem áður eru Fjölnismenn enn efstir og það er nóg eftir af mótinu. Það var stórt fyrir okkur að gera þetta spennandi núna fyrir síðustu umferðirnar. Við héldum góðu lífi í þessu."

Oliver Heiðarsson skoraði tvö mörk í kvöld og er markahæstur í deildinni, hann hefur verið rosalegt vopn fyrir ÍBV í sumar.

„Hann hefur verið alveg stórkostlegur. Ekki bara að hann sé að skora heldur líka vinnuframlagið. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og á þetta svo innilega skilið. Hann er frábær drengur, duglegur og alltaf tilbúinn að læra. Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur," segir Hermann.


Athugasemdir
banner