Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   fös 09. ágúst 2024 21:13
Elvar Geir Magnússon
Hemmi Hreiðars: Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur
Lengjudeildin
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
ÍBV fór hamförum í toppslag Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir voru frábærir frá A til Ö," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV sem hrósaði sínum mönnum eftir magnaðan 5-1 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í toppslag Lengjudeildarinnar.

„Við vorum að koma okkur í góðar stöður og góð færi, það var vilji í liðinu. Þvílík frammistaða. Við lögðum þetta upp sem lykilleik sem við urðum að vinna og það var hugur í mönnum."

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

ÍBV skoraði þrjú mörk í blálok fyrri hálfleiksins og var 4-0 yfir í hálfleik. Lokamínúturnar í fyrri hálfleik voru með þeim ótrúlegri sem maður hefur séð í nokkurn tíma.

„Ég er hjartanlega sammála því. Maður vildi fá eitt í viðbót fyrir hlé en að fá þrjú það bara lokaði leiknum."

Hermann segir að stefna ÍBV sé að sjálfsögðu að ná efsta sætinu og komast beint upp, sleppa við umspilið.

„Ég held að öll liðin vilji það. Samt sem áður eru Fjölnismenn enn efstir og það er nóg eftir af mótinu. Það var stórt fyrir okkur að gera þetta spennandi núna fyrir síðustu umferðirnar. Við héldum góðu lífi í þessu."

Oliver Heiðarsson skoraði tvö mörk í kvöld og er markahæstur í deildinni, hann hefur verið rosalegt vopn fyrir ÍBV í sumar.

„Hann hefur verið alveg stórkostlegur. Ekki bara að hann sé að skora heldur líka vinnuframlagið. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og á þetta svo innilega skilið. Hann er frábær drengur, duglegur og alltaf tilbúinn að læra. Hann hefur verið æðislegur fyrir okkur," segir Hermann.


Athugasemdir
banner
banner
banner