Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 09. október 2019 09:00
Sverrir Örn Einarsson
Hannes: Allt hægt á þessum heimavelli okkar
Icelandair
Hannes í leiknum gegn Frökkum í mars síðastliðnum.
Hannes í leiknum gegn Frökkum í mars síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska liðið muni leggja allt í sölurnar gegn heimsmeisturum Frakka á föstudagskvöld.

„Þetta verður erfitt. Þetta eru heimsmeistararnir. Þeir eru frábærir og augljóslega sigurstranglegri fyrir þennan leik. Við höfum áður spilað á móti liðum sem eru augljóslega sigurstranglegri og við höfum staðið uppi sem sigurvegarar," sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

„Við reynum að hámarka möguleikana okkar á að ná í úrslit og helst vinna leikinn. Það er allt hægt á þessum heimavelli okkar ef við fáum stuðninginn með okkur og stemningu."

Orðrómur er um að Guðmundur Hreiðarsson, fyrrum markmannsþjálfari Vals, verði nýr markmannsþjálfari Hannesar hjá Val. Hvernig líst honum á það ef af verður?

„Það yrði bara flott. Gummi Hreiðars er frábær markmannsþjálfari og við störfuðum saman í langan tíma. Það yrði bara gaman. Ég er bara að fókus á þennan leik og landsliðsverkefnið núna. Við tökum þá umræðu síðar."

Hér að ofan má sá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner