
Í úkraínska hópnum fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM er nafn sem einhverjir aðdáendur íslenska boltans kannast við.
Ivan Kaliuzhnyi er miðjumaður sem lék með Keflavík snemma í Íslandsmótinu tímabilið 2022. Hann var á láni hjá Keflavík frá úkraínska félaginu Oleksandriya, hann kom til Íslands vegna ástandsins í Úkraínu.
Eftir nokkra leiki á Íslandi kom svo kallið frá Kerala Blasters á Indlandi. Keflavík hefði getað haldið Ivan áfram en hann kostaði eina milljón dollara að sögn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem þá var þjálfari Keflavíkur.
Ivan Kaliuzhnyi er miðjumaður sem lék með Keflavík snemma í Íslandsmótinu tímabilið 2022. Hann var á láni hjá Keflavík frá úkraínska félaginu Oleksandriya, hann kom til Íslands vegna ástandsins í Úkraínu.
Eftir nokkra leiki á Íslandi kom svo kallið frá Kerala Blasters á Indlandi. Keflavík hefði getað haldið Ivan áfram en hann kostaði eina milljón dollara að sögn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem þá var þjálfari Keflavíkur.
„Mér finnst hann hafa siglt svolítið undir radarinn í fjölmiðlum á Íslandi. Þetta er held ég einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi, enda er hann byrjunarliðsmaður í sjötta besta liði Úkraínu sem er áttunda besta deild í Evrópu. Ég held að þeir sem hafi séð hann eftir fyrstu leikina geti verið sammála mér í því," sagði Siggi Raggi við Fótbolta.net sumarið 2022.
„Við reyndum mjög mikið að halda honum. Hann er samningsbundinn Oleksandriya í þrjú ár í viðbót og eigandinn sagði að Ivan væri til sölu á eina milljón dollara."
Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á föstudagskvöld og er um að ræða mjög mikilvægan leik í undankeppni HM.
Ivan er í dag 27 ára og er fyrirliði Metalist Kharkiv í úkraínsku úrvalsdeildinni. Hann á að baki sex landsleiki, sá fyrsti kom á síðasta ári.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir