Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík gat keypt landsliðsmann Úkraínu á milljón dollara
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: EPA
Í úkraínska hópnum fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM er nafn sem einhverjir aðdáendur íslenska boltans kannast við.

Ivan Kaliuzhnyi er miðjumaður sem lék með Keflavík snemma í Íslandsmótinu tímabilið 2022. Hann var á láni hjá Keflavík frá úkraínska félaginu Oleksandriya, hann kom til Íslands vegna ástandsins í Úkraínu.

Eftir nokkra leiki á Íslandi kom svo kallið frá Kerala Blasters á Indlandi. Keflavík hefði getað haldið Ivan áfram en hann kostaði eina milljón dollara að sögn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem þá var þjálfari Keflavíkur.

„Mér finnst hann hafa siglt svolítið undir radarinn í fjölmiðlum á Íslandi. Þetta er held ég einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi, enda er hann byrjunarliðsmaður í sjötta besta liði Úkraínu sem er áttunda besta deild í Evrópu. Ég held að þeir sem hafi séð hann eftir fyrstu leikina geti verið sammála mér í því," sagði Siggi Raggi við Fótbolta.net sumarið 2022.

„Við reyndum mjög mikið að halda honum. Hann er samningsbundinn Oleksandriya í þrjú ár í viðbót og eigandinn sagði að Ivan væri til sölu á eina milljón dollara."

Leikur Íslands og Úkraínu fer fram á föstudagskvöld og er um að ræða mjög mikilvægan leik í undankeppni HM.

Ivan er í dag 27 ára og er fyrirliði Metalist Kharkiv í úkraínsku úrvalsdeildinni. Hann á að baki sex landsleiki, sá fyrsti kom á síðasta ári.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner