West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
banner
   mið 08. október 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Ef ég mætti ráða þá myndi ég bara spila með landsliðinu
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo hlaut Prestige-verðlaunin á sérstöku galakvöldi portúgalska fótboltans í gærkvöldi.

Ronaldo, sem er fertugur, hlaut verðlaunin fyrir allt sem hann hefur afrekað á ferlinum en hann horfir ekki á þau sem kveðjuverðlaun.

Hann er þakklátur fyrir alla liðsfélaga sína í gegnum árin og sagði þá ef hann mætti ráða þá myndi hann aðeins spila með landsliðinu.

„Ég er með nokkra bikara heima, en ég verð að segja að þessi er mjög sérstakur og fallegur. Hvað get ég sagt? Allt hefur verið sagt, sem segja þarf. Ég verð að viðurkenna að ég sat við borðið að hugsa um það sem ég myndi segja í þessari ræðu. Ég hugsaði með mér: „Hvað þýða þessi virðingarverðlaun?“. Ég hélt að um var að ræða verðlaun sem þú færð í lok ferilsins. Það stressaði mig aðeins og hugsaði ég með mér að það gæti ekki verið. Þannig ég fór í smá rannsóknarvinnu á Perplexity (gervigreindarforrit) og spurðist fyrir hvers konar verðlaun væri um að ræða. Þannig ég fékk smá hjálp.“

„En í alvöru talað þá er ég stoltur að taka við þessum verðlaunum. Ég sé þau ekki sem sem endir á ferlinum heldur meira sem áframhald af öllu sem ég hef gert á ferlinum. Ég hef verið með landsliðinu í 22 ár og ég held að það tali sínu máli – sem er ástríðan fyrir því að klæðast treyjunni, spila fyrir landsliðið og vinna titla. Ég segi oft að ef ég gæti bara spilað fyrir landsliðið þá myndi ég ekki spila fyrir annað félag því það er hápunktur ferilsins hjá öllum fótboltamönnum,“
sagði Ronaldo.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég er enn hér. Ég vil þakka öllum sem eru hér í kvöld. Það eru svo margar kynslóðir sem hafa farið í gegnum landsliðið og ég sé marga fyrrum leikmenn hér sem voru liðsfélagar mínir. Ég sé Rui, Pepe, Jorge Andrade, Beto, Quaresma. Ég er enn hér en ég veit að þið eruð líklega þreytt á að sjá mig á þessum verðlaunahátíðum.“

„Ég tel mig enn hafa margt fram að færa til landsliðsins og til fótboltans. Ég vil halda áfram að spila í nokkur ár til viðbótar, en ekkert allt of mörg. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Ég vil þakka öllum liðsfélögum mínum fyrir allt sem ég lærði af þeim og jafnvel yngri kynslóðinni líka. Það eru alger forréttindi að vera með ykkur. Markmið okkar er að vinna næstu tvo leiki og komast á HM sem hefst bráðlega. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um nútíðina en líka vera með framhaldið í huga. Við tökum eitt skref í einu.“

„Ég vil óska öllum sigurvegurum hátíðarinnar til hamingju þar á meðal kvennaíþróttum sem hefur afrekað svo margt, til forseta hátíðarinnar og allra þeirra sem lögðu leið sína hingað,“ sagði Ronaldo.
Athugasemdir