Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   þri 07. október 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Parið fagnaði tveimur Íslandsmeistaratitlum sömu helgina
Barbára Sól.
Barbára Sól.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag varð Breiðablik Íslandsmeistari í kvennaflokki og á sunnudag varð Víkingur Íslandsmeistari í karlaflokki.

Kærustuparið Barbára Sól Gísladóttir og Karl Friðleifur Gunnarsson gat fagnað vel því bæði urðu þau Íslandsmeistarar um helgina. Það er skemmtileg staðreynd að þau eru bæði í grunninn hægri bakverðir.

Barbára er leikmaður Breiðabliks og fagnaði öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð eftir að hafa komið frá Selfossi fyrir tímabilið 2024.

Karl Friðleifur var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn, vann fyrst 2021, svo 2023 og aftur núna.

Athugasemdir
banner