FIFA hefur sett sjö leikmenn malasíska landsliðsins í bann og er Malasía sökuð um að hafa falsað ríkisborgararéttindi þeirra til að þeir gætu spilað fyrir landsliðið.
Skjöl voru fölsuð á þann hátt að skráð var að afar þeirra og ömmur hefðu fæðst í Malasíu og þeir væru löglegir með malasíska landsliðinu. Um er að ræða leikmenn frá Argentínu, Brasilíu, Spáni og Hollandi.
Allir sjö leikmennirnir spiluðu í 4-0 sigri gegn Víetnam og tveir af þeim skoruðu í leiknum. Eftir leikinn fékk FIFA formlega kvörtun og hóf rannsókn. Niðurstaða hannar er að Malasía hafi hreinlega verið að svindla.
Skjöl voru fölsuð á þann hátt að skráð var að afar þeirra og ömmur hefðu fæðst í Malasíu og þeir væru löglegir með malasíska landsliðinu. Um er að ræða leikmenn frá Argentínu, Brasilíu, Spáni og Hollandi.
Allir sjö leikmennirnir spiluðu í 4-0 sigri gegn Víetnam og tveir af þeim skoruðu í leiknum. Eftir leikinn fékk FIFA formlega kvörtun og hóf rannsókn. Niðurstaða hannar er að Malasía hafi hreinlega verið að svindla.
Fótboltasamband Malasíu hafði sent inn til FIFA fæðingarvottorð sem sýndu að afar og ömmur leikmannana sjö hefðu fæðst í malasískum borgum eins og Penang og Malacca.
Eftir rannsókn fengust upprunaleg fæðingarvottorð sem sýndu að afarnir og ömmurnar fæddust í löndum eins og Argentínu og Spáni, sömu löndum og fæðingarstaðir leikmannana.
Þetta er enn einn ljóti bletturinn fyrir fótboltann í Malasíu sem hefur helst verið þekktur fyrir hagræðingu leikja og veðmálasvindl.
Athugasemdir